Heimilisblaðið - 01.12.1954, Qupperneq 14
MAGNÚS JÓHANNSSON
FRÁ HAFNARNESI
mmm mm
AÐ var stórsjór, þreif-
andi bylur og nátt-
myrkur, í einu orði
sagt, manndrápsveð-
ur. Dallurinn var eins
og flæðisker, þungur og fram-
hlaðinn.
Þrisvar höfðum við kuðlað
vörpunni út fyrir, en í öll
skiptin fengið hana inn á þil-
far aftur ásamt þungum löðr-
ungum.
Karlinn bölsótaðist í brúnni
og ruddi úr sér heilum syrpum
af blótsyrðum, þeim mögnuð-
ustu, sem ég hef heyrt til þessa.
Þau skullu á okkur, bæði á bak
og fyrir, hrekjandi úr einu
verkinu í annað.
Og utan við borðstokkinn
svall hafið, æst og úfið.
Það var jólanótt.
Gegnum hálfopnar borð-
salsdyrnar barst til okkar dauf-
ur ómur sálmasöngs og messu-
gerðar. I landi, út við sjó og
inn til innstu afdala, sátu menn
prúðbúnir kringum útvarps-
tækin, og það var hátíðabrag-
ur á öllu.
Og í fjárhúsunum jórtruðu
ærnar í ró og spekt, eftir að
hafa sleikt upp tugguna sína,
sem var venju fremur vel úti-
látin.
Kisa og hvutti löptu úr sama
dallinum, án þess að láta svo
mikið sem skína í tennurnar.
Maður sá þetta allt svo ljós-
lifandi fyrir sér meðan hvítt
særokið dundi á okkur. En
hérna vestur á Halanum stóð-
um við hver framan í öðrum,
öskrandi og urrandi yfir gauð-
rifinni vörpu, sem hafið skyrpti
fyrirlitlega í okkur aftur.
Hlægilegt.
Hvað bárum við svo úr být-
um?
Votan bjór, veðruð andlit,
blót og formælingar.
^ Við vorum aumkunarverðir.
Jafnvel dýrin með sitt hálf-
volga lap áttu við betra að búa.
Rödd skipstjórans, hörð og
nepjuleg, skall á okkur: - Út
með helvítis draslið!
Við paufuðumst gegnum
mökkinn með skáhallt þilfarið
undir fótunum og snærjúkandi
loftið yfir höfðinu.
Skipinu hafði verið snúið
til hlés.
Allir sem einn réðumst við
á pokann og kuðluðum honum
útbyrðis.
Það hafði slegið ofurlítið á,
rofað til í lofti, og við sáum
stjörnur, skærkaldar jóla-
stjörnur. Þær drápu tittlinga
framan í okkur, íbyggnar í
firrð sinni. Við litum dolfalln-
ir upp úr verkum okkar yfir
þessum snöggu veðrabrigðum.
- Hann er að lægja, sagði
einn.
- Það væri ekki vanþörf,
sagði annar.
- 0, verið ekki of bjartsýnir,
piltar mínir.sagði Tómas gamli
bátsmaður og glotti kuldalega.
Einmitt svona glennur eru
undanfari svæsnustu hryðj-
anna. Gamlir eru alltaf elztir.
Það var ekki búið að slá í
blökk, þegar syrti að aftur. Það
heyrðist þungur niður, líkt og
i fjarlægum fossi. Síðan buldi
élið á brúnni og toppljósin
hurfu í hvíta iðuna.
- Klárt! kallaði skipstjórinn.
Svo skellti hann aftur glugg-
anum, og dallurinn seig af stað,
dræmt og treglega. Það þýtur
og hvín í reiðanum, og siglu-
ljósin varpa blóðrauðum eld-
hnífum út í hroðann. Kolgræn-
ir brotsjóar hvolfa sér yfir
hvalbakinn og streyma í hvít-
um fossi niður á þilfar.
Við drögum okkur í skjólið.
Kokkurinn hefur lagt vel á
borð, betur en undanfarið.
Það eru líka jól, í því liggur
munurinn.
Við förum ekki úr gallanum,
losum aðeins hökubandið og
ýtum sjóhattinum aftur a
herðar.
Hér er hlýtt og notalegt, en
fyrir utan ymur koldimm
nóttin.
Það færist yfir okkur frið-
ur og ró, næstum sætþungur
höfgi. Allir verða blíðir og
bljúgir. Manni liggur við vikn-
un. Jafnvel Tómas gamli báts-
[194]
HEIMILISBLAÐIP