Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Síða 26

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Síða 26
um. Kirkjan — þ. e. húsið, sem upphaflega var reist á staðn- um — hrörnaði, en var jafnan endurbætt og reist að nýju, ef hún féll eða brann, sem fyrir kom. Skálholtskirkja var dóm- kirkja, vígð Pétri postula. Hún var höfuðkirkja landsins, brátt auðug að löndum. og lausafé og búin fögrum og dýrum grip- um. Um siðaskiptin var hún að vísu rúin og rænd mörgum dýrgripum og miklum eignum, en hélt samt sem áður nafni sínu og höfuðforustu. Mikil- hæfir menn sátu að stóli sem áður. Menn, sem stjómuðu kirkju og kristindómsmálum með rögg og skörungsskap. En svo fór, að kúgun erlends valds drepur í dróma þrek og framtak landsmanna, svo að þeir verða að taka með þögn hverri lögleysu, sem á þeim er framin. Þá er gjafabréf og lög Gissurar Isleifssonar að engu virt. Biskupsstóllinn er fluttur og Skálholtsdómkirkja afmáð sem slík. Þá verða hús og lend- ur staðarins einstaklingseign og lítt er hirt um veg og gengi eða útlit staðar og kirkju. 1 því efni sígur lengi á ógæfuhlið, og ekki batnar, þótt ríkið eign- ist Skálholt með gögnum þess og gæðum og væntu þó ipargir, að gott myndi leiða af þeim eigendaskiptum. Á síðustu árum hefur ýms- um áhugamönnum ofboðið meðferð þessa helga staðar, og nokkrir þeirra hafa bundizt samtökum og stofnað félag, honum til viðreisnar, og hafa stórvirki í huga. Og alþingi og ríkisstjórn hefur nú rumskað og mun væntanlega veita ríf- legan stuðning, svo sem skylt er. En „Róm var ekki byggð á einum degi“. Péturskirkja í Skálholti verður ekki upp- byggð að nýju á skammri stundu. En viljinn er máttur, og sameinaðir kraftar, sem beitt er í Guðs trausti óg Guðs nafni, geta gert kraftaverk. Og sá er tilgangurinn með sam- komunni í dag, að samstilla hugina, að vekja vilja góðra manna, til að leggja lið því þjóðþarfaverki, sem hér þarf að vinna. Þjóðarheiður liggur við, að helgidómi, slíkum sem þessi staður er, sé sýndur sá sómi, sem hæfir forsögu hans. Ég sagði, að Skálholtsfélag- ið hefði stórvirki í huga. Já, hér duga engar smávegis um- bætur. Hér er allt í rústum. Allt verður því að reisa að nýju frá grunni. Fyrst er kirkj- an sjálf, Skálholtsdómkirkja, endurbyggð á sínum forna grunni og sem líkust því, sem hún hefur fegurst verið. Ibúð- arhús handa biskupi, sóknar- presti og öðrum þeim, er á staðnum búa. Margt fleira þarf að gera hér og verður gert smátt og smátt. En við sem nú lifum, verð- um að byrja. 9 alda afmæli biskupsstólsins er skammt undan. Þá verður hér mjög gestkvæmt. Þá verður að sjást myndarleg byrjun og glögg merki þess, hvert stefnt er og stefna á. Gestir góðir! Staðurinn, sem vér stöndum á, er heilög jörð. Hér hefur hljómað vígðra klukkna hljóinur oft og lengi, og þeir hljómar hafa laðað og kallað fólk til helgra tíða. Hér hafa helgir söngvar ómað ótal sinnum, Guði allsherjar til lofs og dýrðar og óteljandi manna- hjörtum til huggunar og harmaléttis. Héðan hafa bæn- arandvörp og blessunaróskir stigið frá óteljandi fjölda ungra og aldinna, upp að hástóli herrans Krists. Hér eru hvar- vetna dulin spor mikilmenna og kirkjuhöfðingja. Á slíkum stað er hollt og heilbrigt að taka ákvörðun. Að vinna heit, hátt eða í hljóði. Heita því, að leggja lið því máli, sem hér er um rætt, uppbyggingu og end- urreisn Skálholtsstaðar og kirkju. Að leggja þótt ekki sé nema lítið korn í þann mæli, sem fullur þarf að verða til þess að sögulegum heiðri þessa staðar sé borgið á viðhlítandi hátt. Hafið þökk fyrir hingaðkom- una. Hljótið öll blessun Drottins. [206] HEIMILISB LAÐ IÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.