Heimilisblaðið - 01.12.1954, Page 31
Dægradvöl barmnna
Skemmtileg dýr handa börnunum.
Auðvelt er að búa til þessi litlu,
snotru húsdýr, þau kosta sama sem
ekki neitt og auk þess eru þau svo
skemmtileg, að þeim yrði ekki tekið
með meiri fögnuði, þótt þau væru
keypt tilbúin í búð.
Samkvæmisleikur.
Þeir, sem hafa
dálitla listamanns-
hæfileika, geta gert
margt fallegt úr fá-
einum pappírsmið-
um, sem festir eru
á dökkan grunn.
Það vekur hina
mestu undrun hjá
áhorfendum, hvern-
ig listamaðurinn
býr til heilar mynd-
ir með því einu að
skella pappírsmið-
unum, að því er
virðist fyrirhafnar-
laust, á dökka flöt-
inn.
Fyrst þarf lista-
maðurinn að verða
sér úti um hæfileg-
an grunnflöt. Til
þess má nota fjöl
eða þykkt pappa-
spjald, sem klætt er
svörtum pappír.
Betra er þó að nota
svart flauel. í gegn-
um spjaldið er
stungið aragrúa af
nálum, þannig, að
oddarnir snúi fram
og nái um það bil
% úr þumlung fram
úr flauelinu.
Þar næst klippir listamaðurinn
nokkra miða og renninga úr hvítri
pappírsörk, sem engan getur grun-
Efnið í þau er ekki annað en
korktappar, eldspýtur og nokkrar
litskrúðugar fjaðrir, og þegar það
er fengið, er ekki lengi verið að
búa til gripahjörð á heilan búgarð.
að, til hvers eigi að nota, er þeir
eru sýndir áhorfendum. Síðan skell-
ir hann pappírsmiðunum á spjaldið
í einu vetfangi, og sitja þeir þá
fastir og sléttir á nálaroddunum.
Og áður en nokkur veit af, er komin
mynd af borði á spjaldið. Á 1. og 2.
mynd sést, hvernig farið er að þessu.
Á 1. mynd sjást pappírsmiðarnir,
tilbúnir til notkunar, og á 2. mynd
sést, hvernig þeim er fyrir komið á
spjaldinu. Miðunum er ekki raðað
þétt saman, heldur haft hæfilegt bil
á milli þeirra, eins og við þarf, til
að skuggar komi fram í myndinni.
Vegna þeirra virðast t. d. borðfæt-
urnir vera ferstrendir. ímyndunar-
afl áhorfendanna fullgerir því mynd-
irnar.
Á 3. og 4. mynd er sýnt, hvernig
pípuhattur er búinn til. Laghentir
menn geta á þennan hátt búið til
fjölda einfaldra mynda. 5. mynd er
af ungri stúlku, og 6. mynd af karl-
manni.
Aðalatriðið er, að áhorfendurna
gruni ekki, hvað gert muni verða
úr miðunum, fyrr en myndin er til-
búin. Þess vegna þarf listamaður-
inn að hafa glöggvað sig vel á því
áður, hvér séu aðalatriði myndar-
innar, sem hann ætlar að búa til,
svo að ekkert vanti á heildarsvip
hennar. Hann getur líka rissað lög-
un miðanna lauslega á pappírinn
með blýant, áður en sýningin hefst,
svo að hann geti klippt alveg hik-
laust og þurfi ekki að óttast mis-
tök. Áhorfendunum er svo sýnd sú
hlið pappírsins, sem auð er, og dett-
ur þá engum í hug, að listamaður-
inn hafi undirbúið pappírinn.
Tappaspilið.
Útvegið ykkur fjöl, 40x40 cm.
að stærð, og rekið gegnum hana þrjá
langa nagla. Á odda þeirra skuluð
þið stinga stórum, máluðum kork-
töppum. Fyrir framan naglana skrif-
ið þið tölurnar 5, 10 og 15. Síðan
búið þið til fimm kasthringi úr við-
artágum, gildum vír eða einhverju
1. mynd. 2. mynd.
V
5. mynd.
6. mynd.
HEIMILISB LAÐ IÐ
[211]