Heimilisblaðið - 01.12.1954, Síða 37
I,
Þrá hans til hennar var allt í
einu rokin út í veður og vind. Nú
sá hann loksins, hvernig hún var,
daðurgjörn og spillt af of miklu
dálæti. Hann var ekki í neinum
vafa um, að það var ytri fegurð
hennar, sem hafði hrifið hann. En
í æsingu augnabliksins rétti hann
faðminn á móti henni og dró hana
* til sín. Hún beygði höfuðið og kyssti
hann með æfðum, hungruðum
vörum.
Allt í einu fyrirleithannsjálfansig.
Hann ýtti henni harkalega frá sér.
- Þú veizt ekki, hvað þú gerir,
Margrét.
- Það þarf enginn að fá að vita
það, flýtti hún sér að segja.
- Ég hef ekki tíma til slíkra hluta
framar, Margrét. Konur eiga ekki
heima í lífi mínu. Þær eru mér
einskis virði.
Hún brosti, móðguð yfir and-
spyrnu hans, en örugg um vald sitt
yfir honum.
- Þú verður að átta þig á þessu,
Duncan! Ég finn, að ég er að byrja
nýtt líf!
- Nei, það getur ekki orðið, Mar-
grét — af því — af því að ég elsk-
aði þig einu sinni.
- Áttu við, að þú elskir mig ekki
lengur? sþurði hún og horfði van-
trúuð á hann.
Hann stóð hreyfingarlaus með
álútt höfuð.
- Já, þannig er það, Margrét, fyr-
irgefðu mér . . .
Hún hafði aldrei á ævinni verið
eins særð. Hún varð náföl, og rödd
hennar varð allt í einu hörð og
þóttafull.
- Við skulum fara inn. Hér er
svo kalt!
HANN fór strax úr samkvæminu,
en honum til mikillar skapraun-
ar beið Anna hans úti á fröppunum.
- Ég var að hugsa um að ná í
bíl, sagði hún. Viljið þér vera með?
Hann var andvígur öllum í kvöld,
og hann sagði, stuttur í spuna:
- Nei, ég þakka. Ég ætla að ganga.
- Þá geng ég líka.
- Anna, ég kýs helzt að vera einn.
- Er það mögulegt? En þér skul-
uð sannarlega njóta félagsskapar
mins.
Hann var gramur yfir því, að
hann skyldi ekki geta losnað við
hana, en þótt hann gengi hratt,
tókst honum það ekki. Stuttu seinna
sagði hún elskulegum rómi:
- Það var ánægjuleg kvöldstund,
sem þér áttuð á svölunum, vinur
minn!
Hann lét sem hann heyrði ekki,
hvað hún sagði, en hún hélt áfram,
án þess að láta sér bregða:
- Það lítur út fyrir, að Rómeó
hafi ekki verið ánægður með hlut-
verkið, eða hvað? Þér gerið yður
að fífli, Duncan!
Hann þagði enn.
- Það hefur alltaf verið skoðun
mín, sagði hún hugsandi, að mað-
ur, undir slíkum kringumstæðum,
eigi að njóta réttarins vegna þess
að hann er soltinn, enda þótt hann
fái samvizkubit eftir á!
- í hamingju bænum, þegið þér!
sagði hann reiður.
- En, kæri doktor! Ég er aðeins
vísindaleg, eða á ég heldur að segja
líffræðileg? Ég hef gefið yður auga
síðustu mánuðina. Öll þessi heila-
brot leiða aðeins til vandræða, auk
þess sem þau koma í veg fyrir, að
þér getið haft hugann við verkefn-
in. Hvers vegna farið þér ekki út
og drekkið yður blindfullan eða ger-
ið sjálfan yður að fífli einu sinni?
Núna vil ég sjá yður ábyrgan gerða
yðar, en ekki líkan púðurkerlingu,
sem getur sprungið á hverri stundu!
- Hvers vegna viljið þér það
núna?
- Af því að ég vil, að þér sækið
um aðalprófessorsstöðuna við há-
skólann.
Hann hló hæðnislega.
- Overton hefur þegar tryggt sér
hana.
- Já, en aðeins ef þér sækið ekki,
Duncan, mælti hún og rödd henn-
ar var innileg og alvarleg. Þér er-^
uð ungur og efnilegur, og þér eruð
eini maðurinn við skólann, sem hef-
ur mikla hæfileika. Og Lee prófess-
or veit þetta ósköp vel. Það getur
ekki verið, að þér óskið þess, að
Overton fái stöðuna. Hann mundi
eyðileggja skólann.
- Hvers vegna sækið þér ekki
sjálf, Anna?
- Þeir mundu aldrei velja konu
í þetta starf, svaraði hún og reyndi
að leyna vonbrigðum sínum. Það er
BARRY f BAÐI
Barry litli er 11 mánaða gamall
og hann nýtur þess að fara daglega
í bað, og skemmtir sér þá við að
sigla litlu bátunum sínum. En hann
gerir sig ekki ánægðan með að vera
truflaður af tamda páfagauknum
sínum, þegar hann er niðursokkinn
í svo skemmtilegum leik.
BÚIÐ UM JÓLAGJAFIR
Um þessar mundir eiga bakararnir
í Dresden mjög annríkt við fram-
leiðslu á Christstollen, kökutegund,
sem er einkennandi fyrir bakaraiðn
borgarinnar, en annars þekkt langt
út fyrir landamæri Þýzkalands.
Fjöldi Þjóðverja senda þessa köku
til vina og kunningja í öðrum
löndum sem jólakveðju frá heima-
landinu.
HEIMILISBLAÐIÐ
[217]