Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 39
þess vegna, sem ég set allt mitt
traust á yður.
- Og hvaða hagnað ætlið þér að
hafa af því?
- Maður getur komið ýmsu fram,
ef maður er vinur forstjórans, til
dæmis væri ekki afleitt að fá nýja
skurðstofu, nokkra aðstoðarlækna
til að hjálpa mér við rannsóknir
mínar, nokkrar stofur handa sjúkl-
ingum mínum, er fengju sérstaka
meðhöndlun samkvæmt nýjustu
rannsóknum mínum.
- Nú, er þetta allt og sumt?
Hún var fljót að svara:
- Öfundið þér mér virkilega? Er
það þakklgetið fyrir það, sem ég hef
gert fyrir yður ?
- Ætlið þér að fara að ræða um
það? En ég er viss um, að ég hef
enga von, en samt ætla ég að gera
tilraun til þess að ná í stöðuna. Það
er ekki að ástæðulausu, að ég sendi
umsókn. Það er eina leiðin fyrir
mig til þess að klekkja á Overton
og fylgifiskum hans. Ég hef þráð
það árum saman, og nú eru reikn-
ingsskilin í nánd.
Rödd hans varð allt í einu ofsafull:
- Hvað er lífið annað en lygavef-
ur? Heppni? Hún er fólgin í því,
að maður bolar öðrum manni frá,
sparkar í hann, svo að hann fellur
í svaðið! Lifið! Hvað er það annað
en svívirðilegur verðgangur, þar sem
maður fórnar sjálfsvirðingu sinni?
Ég skal sýna yður, að ég get verið
jafn hrottafenginn og aðrir!
- Já, hvers vegna skylduð þér
ekki vera það ? sagði hún af eld-
móði. Sjáið þér ekki, hvaða þýðingu
þetta hefur fyrir yður? Þér verðið
frægur sérfræðingur, löngu áður en
þér bjuggust við!
Þau voru komin þangað, sem hann
bjó, og hann tók upp lykilinn.
- Umhyggja yðar fyrir mér er
sannarlega hjartnæm, Anna, sagði
hann. Ef þér segið fleira, fer ég að
vökva músum. Góða nótt!
Um leið og hann sneri lyklinum
í læsingunni, sagði hún áköf:
- Þér sendið umsóknina strax.
Ætlið þér ekki að gera það? Því
fyrr sem hún kemst, því betra.
- Hafið þér ekki skilið, að ég ætla
að helga mig starfinu af lífi og sál?
sagði hann. Farið nú, áður en ég
skelli hurðinni á nasir yðar!
HEIMILISBLAÐIÐ
- Duncan! Hún rétti snöggt hend-
ina í áttina til hans, og hún brosti
afsakandi.
Hann sá ekki, sökum myrkursins,
hversu ástúðlega hún horfði á hann.
Hann þráði það eitt að sleppa burtu.
Áður en hún sagði fleira, hvarf hann
inn úr dyrunum og lokaði hurðinni
á eftir sér.
10. kapituli.
Vatnsflóðið.
ÖSTUDAGURINN var Duncan
erfiður við skólann. Þá um
morguninn hafði hann lagt inn um-
sóknina. Svipur hans var ákveðinn,
þegar hann beygði inn í Princes
Street að húsinu, þar sem hann bjó.
Eftir götunni á móti honum kom
maður, klæddur sveitabúningi.
- Hamish!
- Jé, víst er það ég, doktor, svar-
aði ökumaðurinn frá Strath Linton,
um leið og hann tók í útrétta hönd
Duncans. Hann var sýnilega að
koma úr ferðalagi og var illa til
reika. - Það er langt síðan maður
hefur séð yður, doktor, sagði hann
hikandi. Ég var staddur í Edinborg,
og þá datt mér í hug að heilsa upp
á yður. En þér eruð kannske orð-
inn svo fínn maður, að þér hafið
ekki tíma til þess að tala við fólk
eins og mig.
- Bull, Hamish! Mér þykir þvert
á móti vænt um að sjá yður. Komið
mqð mér og fáið svolitla hressingu.
Skömmu seinna tyllti Hamish sér
á stólbrún með húfuna á milli fót-
anna og viskíglas í annarri hend-
inni og skozka smjörköku í hinni.
- Skál, doktor!
- Skál, Hamish — og farnist yður
alltaf vel! Og látið mig nú heyra
fréttirnar. Hvað eruð þér að gera
hér i Edinborg?
- Ég átti að kaupa lyf og þess
háttar.
Duncan leit undrandi á hann.
- Ég hélt, að þið keyptuð allt í
St. Andrews.
- Já, það gerðum við líka. En við
verzlum annars staðar núna. Það
er ódýrara.
Duncan tók pipu sína og tróð
tóbaki í hana.
- Þið eruð vonandi við góða heilsu
í Strath Linton?
- Já, okkur líður sæmilega, flýtti
. [219]
RÖSKUR KVENMAÐUR
Virginia Harriman heitir lagleg 26
ára gömul stúlka frá New Hamp-
shire í Bandaríkjunum. Hún hóf
háskólanám fyrir átta árum, en
hætti því brátt og fór að vinna í
námu. Henni fannst, að karlmenn
ættu ekki að hafa neinn einkarétt
á þess konar vinnu. Nú handleikur
hún loftbor, krana og öll þess hátt-
ar verkfæri af mikilli leikni.
Hamish sér að segja. En það hefur
gengið dálítið erfiðlega hjá Mur-
doch lækni í seinni tíð. Hann er
bráðum sjötugur, og hann hefur
allt of mikið að gera.
Framh.