Heimilisblaðið - 01.12.1954, Qupperneq 41
SMÆLKI
Örðug spor.
Skotar eru frægir fyrir tvennt:
nízku sína og framúrskarandi aga
í herþjónustu. Nýlega átti sér stað
hörð barátta milli þessara eigin-
leika hjá herdeild einni skozkri, sem
gekk með sekkjapípur sínar gegn-
um Maryborough í Ástraliu. Ástr-
alskur hrekkjalómur hafði nefni-
lega lagt fimm punda seðil á miðja
götuna, sem herdeildin gekk eftir.
En aginn reyndist þó ágirndinni
sterkari, því að enginn Skotanna
beygði sig niður til að taka upp
seðilinn, þótt mörgu hýru auga væri
til hans rennt.
Það gerðist í einu af fjallahér-
uðum Ameríku. Múlasni, sem bóndi
einn átti, sló tengdamóður hans,
svo að hún beið bana. Þegar hún
var jarðsungin, dreif að múgur og
margmenni, en flest voru það karl-
menn.
- Gamla konan hlýtur að hafa
verið geysilega vinsæl, fyrst allur
þessi fjöldi leggur niður vinnu, til
að fylgja henni til grafar, sagði
presturinn.
- Þeir eru ekki komnir til að vera
við jarðarförina, útskýrði bóndinn.
Þeir eru komnir til að kaupa múl-
asnann.
Skoti einn, sem var á ferð í Alpa-
fjöllunum, lenti í hríðarbyl og villt-
ist. Einn hinna frægu St. Bern-
harðshunda fann hann í snjónum.
Þegar Skotinn hafði gætt sér á inni-
haldi koníakspelans, sagði hann:
- Þetta var gott, seppi minn. Farðu
nú og sæktu alla hina hundana.
[221]
Copyright P, L B. Bo« 6 Cop«nhog«w 39
Fata morgana.
Fátíður reipdráttur.
í skógi einum í Austur-Bengal
vildi það til, að risavaxin slanga
náði í fót á fílsunga og hélt hon-
um föstum með því að vefja aftur-
endanum utan um tré. Dýrin tog-
uðust þarna á klukkustundum sam-
an, og horfðu á leikinn innfæddir
menn úr þorpi einu þar í grennd-
inni, þangað til þeir sáu, að slang-
an hafði gleypt fótinn á fílsungan-
um. Þar varð hún að láta staðar
numið, og gat nú hvorugt losnað
við annað, svo að áhorfendurnir
komu á vettvang, drápu slönguna
og ristu hana utan af fæti fíls-
ungans.
HEIMILISB LAÐ IÐ