Heimilisblaðið - 01.12.1954, Síða 43
GAMALL MAÐUR LEIIiUR SÉR AÐ
BRÚÐUM
Friedrick Rieck heitir maöur þessi.
Hann er einn af brautryðjendum
þýzkrar leikbrúðulistar. Hann stofn-
aði brúðuleikhúsið í Neunkölln, sem
hann stjórnar enn. Þótt hann sé
orðinn sextugur að aldri, stjórnar
hann ennþá brúðunum sínum og á
við þær eintal tímunum saman.
HVAÐ ER ÞETTA?
Það er hægt að geta upp á ýmsu.
Það er ekki auðvelt að sjá, að það
er brunabíll með vatnsrör úr plast-
efni. Rörin eru svo létt, að einn
maður getur auðveldlega borið tvö
rör, sem hvort um sig er fimm metr-
ar á lengd. — Rörin eru hentug á
styrjaldartímum, þegar leiða þarf
oft og tíðum vatn langar leiðir.
Á ÞILFARI
Þessi 45 tonna vélbátur á að fara
frá Þýzkalandi til Equador. Hann
getur siglt með 20 sjómílna hraða,
og á að nota hann gegn smyglurum
við Kyrrahafsstrendur Suður-Ame-
ríku-ríkjanna. En yfir Atlantshafið
hafa menn kosið að flytja hann á
þilfari þessa stóra skips.
Það er sjaldgæft, að fólk fari á stikl-
um til brúðkaups, en það gegnir
ef til vill öðru máli með sirkusfólk.
Þegar þessi ungu brúðhjón fóru fyr-
ir nokkru til borgarstjóraskrifstof-
unnar í Birmingham, til þess að láta
gefa sig saman í hjónaband, fylgdi
þeim maður á háum stiklum, eins
og myndin ber með sér. Stiklumað-
urinn var svo fimur, að hann ósk-
aði brúðinni til hamingju með kossi
að vígslu lokinni.
Það þarf engan að undra, þótt þessi
unga stúlka sé umkringd af ungum
mönnum. Hún er snotur á að líta,
enda mundu jafnvel sjóliðsforingjar
öfunda sjóliðana, sem bera hana á
höndum sér.
BLAÐRAN SPRAKK EKKI
Þessí broshýra unga stúlka á mynd-
inni skemmti sér við að skjóta í
mark af boga á ströndum Florida
sl. sumar. Nú skoðar hún árangur-
inn af æfingum sínum, Blaðran, sem
hún hefur fest í mitt skotmarkið,
er enn ósprungin.
[223]
HEIMILISBLAÐ IÐ