Heimilisblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 6
lýsti um bæinn helgi og friður.
Fyrir barna opnum eyrum
ómaði mjúkra tóna kliður.
Orðin flugu eins og dúfur
upp í bláhvolf himinranna.
Bergmálaði um heim og himna:
Hósíanna, hósíanna.
Heilög lofgjörð sögð og sungin
sætri tungu engla og manna.
Ég á þig eftir, Jesú minn,
jörðin þótt öll mér hafni,
í þér huggun og frelsi finn,
fróun hvert sinn,
flýtur af þínu nafni.
Fáir komast með öllu undan mætti binrraf
helgu nætur, jafnvel þótt þeir séu annarS
öndverðum meiði við kristinn dóm
kirkju'. Steinn Steinarr segir:
Auðvitað geta vonbrigði orðið á jólum
eins og aðra daga. Menn eru viðkvæmari á
hátíðinni en endranær, finna meir til þess,
sem er öðruvísi en það ætti að vera. Bólu-
Hjálmar var ekki óvanur því að vera bjarg-
þrota. En örbirgðin var allri venju fremur
sár á jólunum, þegar hann varð að segja:
Ekkert til að éta um jólin
ég á nú í þetta sinn.
Ég minnist í því sambandi sögu, sem gerð-
ist austur í sveitum á fyrri tugum síðustu
aldar. Hún er sönn og má heita, að ég hafi
hana frá fyrstu hendi. Það var á koti einu,
þar sem ómegð var mikil og börnin löngum
soltin. En á aðfangadagskvöld komu jólin
þangað eins og á aðra bæi. Hangikjötsögnin
hafði verið soðin og trogið var komið upp
á baðstofupallinn. Þar var fjósbaðstofa, eins
og víða tíðkaðist, en frágangur var ekki
alltaf sem traustastur. Nú höfðu allir um-
kringt kjöttrogið, meðan húsbóndinn bjó sig
til að skammta, en það var siður, að hús-
bóndinn skammtaði jólamatinn. Þegar
minnst varði datt pallurinn og krásin fór
ofan í flór. Það hafði sögumaður sagt, að þá
hafi hann lifað eina ömurlegustu stund
bemsku sinnar af mörgum erfiðum, þegar
bömin voru kjökrandi að krafsa jólamatinn
sinn upp úr flórnum.
En jafnvel í slíkum myrkrum gat ljómað
sól, eins og Bólu-Hjálmar vitnar um í jóla-
söng sínum:
Held ég nú loks mín hinztu jól,
hörmunga klæddur skugga.
Fýkur í gjörvöll frelsisskjól,
fjöll hylja sól,
fátt má öreigann hugga.
Sjá, ennþá rís stjarnan, sem brennur björtust
og mildust
á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snæþakta Þ11
'Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er
skyldust
og huggar með fagnaðarsöngvum hvert angur
manns.
Þorsteinn Erlingsson ber djúpa lotm ^
fyrir Betlehemssveininum, en minnir a> ^
mennirnir „fluttu milda friðarríkið haIlS
fölva stjörnu að allra skýja baki“.
Einar Benediktsson verst því í kvæði s
um nóttina helgu að gefa sig minningur
á vald og barninu í sjálfum sér:
Hjá lágu hreysi geng ég fram, sem ljósum allt e
skreytt,
nú ljómar helgin yfir þessum ranni.
Sjá, fátæk stofa daglegs strits í Drottins hus
breytt
og dýrkun flutt af barni, vífi og manni.
Mín freista að vísu, unga barn, þín fögru, ljúfu
til falls að nýju — bernskunnar að sakna,
en taug í minni veru innst, sem titrar við þaU
í trefjar rek ég eðli þitt, og vakna.
hlj^
IjóH'
Á krossgötum míns innra lífs með klökkum
hjartastreng
ég kraup þér oft og tilbað svip hins liðna, g,
þú endurminning veik og blíð. Ég ei á vald þhr ^
um ís er leið mín — vil ei láta hann þiðna.
Aðrir vilja láta ísinn þiðna, vilja lata ,
jólanna leysa sig og harpa þeirra ti-tr3
lofgjörð og bæn.
Guðmundur Guðmundsson segir:
Kom, blessuð ljóssins hátíð, helgi þin
minn hug og vilja göfgi, vermi, fyht
svo máttug verði og heilög hugsun nun
og hörpu mína Drottins andi stilli.
226 — HEIMILISBLAÐIÐ