Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 20
kynbræður, tryggð, sem átti sumardag einn þrjátíu árum síðar eftir að hafa eftirminni- legar afleiðingar. Sem stjórnandi Hampton-kórsins tókst Moton að safna á næstu árum nokkrum milljónum dollara til handa sínum gamla skóla og komu þessir peningar að góðum notum. Þegar skólastjóri Tuskegee-skólans, Booker Washington, hinn frægi leiðtogi negranna, andaðist árið 1915, voru allir sammála um að útnefna hinn 48 ára gamla Moton sem eftirmann hans. Og Moton fram- fylgdi af dugnaði og áhuga því, sem Booker Washington hafði lagt grundvöll að. Árið 1922 ákvað bandaríska stjórnin að stofnsetja sjúkrahús fyrir negra í Tuskegee, sem höfðu örkmulazt í fyrra stríði. Tuske- gee var bezt til þess fallin af öllum borgum í Alabama. Aðalgatan, breið og fögur, var umkringd af skuggasælum trjám, og bak við þau liggja hin stóru, hvítu hús plantekrueig- endanna, mitt í fallegum görðum. Borgar- búarnir geta því verið hreyknir af borg sinni, og þeir hafa alltaf sýnt áhuga á negra- skólanum og fjölmennt á árshátíð hans og hljómleika, til að hlýða á hinn frábæra kór. Bæjaryfirvöldin og Tuskegee-skólinn lögðu í sameiningu fram stórt landssvæði til byggingar hinu nýja sjúkrahúsi. Þegar byggingunni var lokið, sneri bandaríska stjórnin sér til Motons og spurði hann, hvort hann teldi það ráðlegt, að starfsfólk spítal- ans væru negrar? Moton svaraði: ,,Þar sem allir sjúkling- arnir eru negrar og negralæknar fá ekki eins og sakir standa leyfi til að starfa í einu ein- asta sjúkrahúsi, tel ég sanngjarna ráðstöfim að gefa þeim tækifæri þarna.“ Þar með ákvað stjórnin að ráða negralækna að hinu nýbyggða sjúkrahúsi. En þegar þetta varð heyrum kunnugt, risu upp mótmæli í Alabama, því að í suðræn- um borgum eru læknarnir alltaf sjálfsagðir þátttakendur í samkvæmislífinu, og Tuske- gee-borgarar voru farnir að hlakka til þess að bjóða hina ungu lækna velkomna í sam- kvæmi sín. Það varð því mikið áfall fyrir þá, að það skyldu vera negrar, sem þeir þyrftu að taka á móti á heimilum sínum. Ku Klux Klan skaraði strax að eldinum. Fjand- skapurinn varð brátt svo mikill, að lands- stjóri Alabama ásamt þingmönnum og bæj- arstjórn komu boðum til Hvíta hússins ulU að endurskoða ákvörðun stjórnarinnai-- ar forsetinn svaraði neitandi, versn3 ástandið í Alabama um allan helming- Nú tók Ku Klux Klan-ofbeldisflokkur'nI1 málið í sínar hendur fyrir alvöru. HaUn sendi Moton harðorð hótunarbréf og kra ist þess, að hann afturkallaði bréf sitt stjórnarinnar, annars myndi félagsskapur inn ráðgera heimsókn í skólann og sjá s'° um, að honum snerist hugur fljótlega- Klux Klan hafði aldrei haft miklu fyl§' n _ fagna í Tuskegee, en ógnun þessi olli ábyr& armönnum borgarinnar áhyggjum. Næsta dag, brennandi heitan sumaráa£' náði æsingin í Tuskegee hámarki sínu. , ugu æðstu menn borgarinnar ákváðu að n^ tali af Moton til þess að reyna að komast 3 samningum við hann. í sendinefndinni v°, _ meðal annars borgardómarinn, bankastj°r inn ásamt stærstu plantekrueigendunu*n Dómarinn talaði fyrstur: ,,Við erum kom til yðar, því að við berum bæði umhypJ_ fyrir Tuskegee-skólanum og yður persónU lega. Eins og þér vitið hefur enginn ne' verið drepinn án dóms og laga í þessum síðan Booker Washington stofnsetti þenn^ skóla, en ástandið er mjög alvarlegb ^ okkur finnst, að það sé skylda okkar biðja yður að afturkalla bréf yðar til stjó’1^ arinnar, svo að við komumst hjá ógnun Ku Klux Klan.“ .; Dr. Moton svaraði rólega: „Það vseri e heiðarlegt, hvorki gagnvart sjálfum men J>e yður, ef ég breytti orðalagi í tillögu m111 _ til stjórnarinnar. Það er mín innsta saJjn, færing, að negralæknar eigi að fá þetta færi. Ég hef hugsað mál þetta frá öllum k um,“ sagði hann. ,,Ég er 55 ára gamall* , hef fengið fleiri tækifæri í lífinu en e& átt skilið og ég á vini um öll Bandarík* ^ Ef Ku Klux Klan gerir alvöru úr hótun Sin^.f myndi ganga slík alda af smán og harnú ? ^ landið, að þingið neyddist til að taka mál fyrir að nýju, en árangurinn yrði 1111 harðari dómur yfir hinum hvítu mönn ^ Allt mitt líf hef ég lifað í þeirri trú> u hvítur maður sé þrátt fyrir allt mannels*1 umburðarlyndur og réttsýnn, án þessa 1 trúar myndi líf mitt og vina minna n ^ verið tilgangslaust. Missi ég þetta trau (( mitt, sé ég enga ástæðu til að lifa lengur 240 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.