Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 34
sitja í rólegheitum við fótagaflinn og reykja pipu. Áður en Tómas fékk tíma til að spyrja einhvers, lyfti Marteinn hendinni í viðvör- unarskyni og sagði: „Það er allt eins og það á að vera — vertu bara rólegur. Ég er bú- inn að fara í bað og borða morgunverð, og það sama skalt þú gera. Það er frídagur hjá okkur, gamli vinur, kapteinn Jónas Mansel vinnur fyrir okkur sem stendur.“ ,,Já, en —“ ,,Ég hef sagt honum alla sólarsöguna,“ sagði Marteinn. „Hann þekkir alla málavexti frá upphafi til enda. Við sátum í tvær klukkustundir í gærkvöldi og töluðum sam- an, og klukkan fimm í morgun lagði hann af stað til að hefja starf sitt. Við eigum að hitta hann í kvöld klukkan níu, og þá fáum við að vita, hvað á daginn hefur drifið og hvað hann leggur til málanna. Og taktu eftir, Tómas, við höfum verið svínheppnir. Fyrst og fremst vegna þess, að Mansel er sérfræðingur í þeirri grein, sem við höfum reynt okkur í, og þá ekki síður vegna þess, að hann er hreinn og beinn snillingur. Hann er svo útfarinn, að það er alveg ótrúlegt. Ég skal segja þér dæmi: „Segðu mér nokkuð,“ sagði ég við hann í gærkvöldi, „hvernig fóruð þér að því að sjá í gegnum klæðaburð okkar?“ „Það hefði ég aldrei getað,“ sagði hann, „ef það hefði ekki verið vegna eins hlutar. Um leið og ég sá ykkur, hélt ég, að þið væruð það sem þið lituð út fyrir að vera. En ég hef lært blindramál talsvert og get lesið af vörum fólks það, sem það segir, og þegar þið sátuð og töluðuð saman, sá ég, hvað þið sögðuð. Það vakti undrun mína, því að það er mjög sjaldgæft, að franskir kolamokarar tali sín á milli lýtalausa ensku.“ „Það var vel af sér vikið,“ sagði Tómas hrifinn. „í öðru lagi,“ sagði Marteinn, „hefur það um langt árabil verið honum mikið kapps- mál að finna Shamer og koma upp um hann, en hann hefur ekki ennþá svo mikið sem komizt á spor hans. Hann þekkir „Blauta flaggið“ — hann hefur verið þar, en nokkur ár eru liðin síðan. Það er hættulegur staður, segir hann, hann hefði ekki sloppið lifandi út, ef hann hefði hætt sér þangað inn aftur. Og í þriðja lagi —“ „I þriðja lagi?“ sagði Tómas. „Já, það er nú það bezta af því öllu satf1 an. Manstu, að hann sagði, að hann vser’ að leita að manni nokkrum?“ „Já, einhverjum Rudy. Hann sagði ald1'01' hvað þessi Rudy hefði gert af sér.“ Marteinn hallaði sér fram og augu hans leiftruðu. „Rudy er einn aðalmaðurinn, sem stai■ rækir hvíta þrælasölu i Suður-Ameríku. því leiðir, að Mansel veit allt um stai'fs aðferðir þrælasalanna. Síðustu þrjár vikur11 ar hefur hann ekki gert annað en að at sér upplýsinga um þessi viðskipti, sem elU rekin héðan frá Rouen og Le Havre.“ Tómas dró djúpt að sér andann. Hann var vægast sagt þakklátur. örvSB^t ing hans breyttist í von — og jafnvel P° hann væri ekki svo bjartsýnn að halda, 3 hættan væri um garð gengin, vissi hann nU' að andstæðingarnir hefðu ekki a\gjörleSfl yfirhöndina. Það leið góð stund, þá herti hann hugann og spurði: „Hvað aðhefst Manse dag?“ „Hann er að snuðra uppi skip,“ sa^ Marteinn. „Hann veit, að fórnardýr hvjt;U þrælasölunnar eru oft flutt frá Rouen til Havre í vistabáti, og þar eru þau færð uU borð í suður-amerískt skip. Hann er að lel^U uppi þennan vistabát, og það er ekki hlanP1, að þvi að staðsetja hann. Hann er alltat ferðinni yfirleitt — í fulkomlega lögleS°u erindum — en enginn veit, að í lestinm komið fyrir nokkrum leyniklefum. Mansfi veit þetta, og hann þekkir nafnið á bátn um og útlit hans. Það er alveg óskiljan*e' lán, að við skyldum hitta hann. „Fyrst ÞeP ar við höfðum fundið hann,“ segir hanUg „erum við komnir inn á rétta braut — því skilyrði auðvitað, að Shamer geri alvð^ úr hótun sinni. Og það er ég alveg sannf^1 , ur um, segir hann. Katrín verður seld pútnahús í Suður-Ameríku, það er arðv®2*1 leið til að koma henni fyrir kattarnef þegar hún er á annað borð komin þanga' gætir hún vissulega tungu sinnar.“ Tómas hlustaði alveg forviða. „Þessi vistabátur," sagði Marteinn, i>e' ef ég má komast svo að orði, sú forsto ^ sem Katrín verður að ganga í gegnum í þessari forstofu tökum við tveir oka sæti.“ Frh. í næsta blaði- ð, oé 254 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.