Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 7
Ó, send mér, Guð minn, geislabrot í nótt, er glóir stjarnan þín í bláu heiði, sem gefur barni veiku viljaþrótt vinna þér á hverju æviskeiði. gef mér kraft að græða fáein sár °g gerðu bjart og hreint í sálu minni, svo verði hún kristallstær sem barnsins tár °g tindri í henni ljómi af hátign þinni. Jakob Jóh. Smári: Við jötuna ég nem staðar, því jólin minna hvert ár á hina eilífu bernsku og æskunnar gleði og tár. Fögnuður yfir öllu, hver áhyggja verður sem ryk, — allt lífið sveipast þá saman í sólfagurt augnablik. Og jól yfir jötunni ljóma, og jól eru fyrirheit um sigur hins fáa, fátæka, smáa í framtíð, sem enginn veit. tr. er verður að ljúka þessu máli. . hn eru hátíð helgra minninga, þau eru Vlgð ^dd: ^inningunni um hið helgasta líf, sem j . Ist á jörð. En þau eru fyrst og fremst Það er hin dýpsta undirrót þeirra s- a’ sern þau eiga. Hvort sem menn gera á > ?rein ^yrir bví eða ekki, þá minna þau vj^a staðreynd, sem Stefán frá Hvítadal Vann mér tízkan tjón, rauf hinn æðsta eið, glapti sálarsjón, bar mig langt af leið. Hvílík fingraför, allt með spotti spillt. Ég er syndug sál. Herra, minnstu mín. T vjg n> jólaboðskapurinn, er svar frá Guði 1 b 6Ssari staðreynd, þessu ákalli, sem dylst rmi hvers manns. Og svarið er: Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. Sigurbjöm Einarsson. Aðeins draumur. Mér finnst það dásamlegt, að okkur skuli geta dreymt — að við skulum geta lagzt til hvílu og legið þar kyr á sama tíma og við erum borin á dularfullan hátt inn í annan heim. Flestir neita að viðurkenna draum- inn sem þátt í lífi þeirra, þeir líta nánast á hann sem leiðinlegan vana — eitthvað ekki óskylt því að hnerra eða geispa. Það hef ég aldrei getað skilið. Það líf, sem ég lifi í draumi, er ef til vill ekki eins mikilvægt og það sem ég lifi i vöku, en mikilvægt er það samt. Draumurinn gerir heim okkar margfalt stærri — hann gerir okkur kleift að fara í skyndiheimsóknir til kynlegra, ókannaðra slóða á tímabilinu frá miðnætti til morguns. í draumheiminum er það ómögulega mögulegt — þar mætum við þeim, sem dánir eru, sjáum þá brosa og heyrum þá tala til okkar. Og fortíðin lifir í drauminum, oft ruglingsleg, en líka stund- um fersk eins og döggvot rós. Hver veit, kannske fáum við lika stundum að bregða okkur inn í framtíðina .... I draumalífinu ásækir okkur oft mótlæti, sem getur tekið á sig sorglegustu myndir og orðið loks óþolandi. Það eru ferðatöskur, sem við getum ekki lokað, lest, sem við getum ekki náð, þéttir, ógreiðfærir skógar rísa upp fyrir framan dyrnar á húsi okkar, og borðstofan er á undursamlegan hátt orð- in hluti af stúku í leikhúsi. f draumi upplif- um við hræðslu og örvæntingu, sem er hræðilegri en nokkuð sem getur hent okk- ur að degi til. En draumalíf okkar er líka tilbreytingaríkt, færir okkur oft mikla gleði og mikla ánægju — einstaka sinnum getum við fundið sálarfrið eða skyndilega vaxandi hrifningu, sem á einu vetfangi opinberar okkur æðri tilveru — sælutilfinning, sem við getum aldrei upplifað með opnum augum. Og hvort sem draumurinn er heimskulegur eða skynsamlegur, óhugnanlegur eða fagur, leggur hann alltaf sinn skerf við reynslu okkar — hann er gjöf, sem okkur er færð eftir að myrlcrið er skollið á, skífa af lífinu, skorin af öfugum enda, og við getum ekki — finnst mér — verið nógu þakklát. Aðeins draumur? Hvers vegna aðeins? Hann var þarna og hann var þinn. — J. B. Priestley. HEIMILISBLAÐIÐ — 227

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.