Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1960, Page 46

Heimilisblaðið - 01.12.1960, Page 46
Hún veður fram og aftur um gólfið, og augu hennar skjóta gneistum. Ármann er sízt af öllu maður til að grípa fram í fyrir henni með einu orði. „Og það get ég sagt þér,“ heldur hún áfram, ,,að ég beinlínis spring í loft upp, ef ég fæ ékki að rasa út. Annars hefði ég ekki tekið mér vagn hingað út eftir og hraðað mér eins og ég gat: Þú heldur, að ég kæri mig um að vera leiksoppur þinn og þér til athlægis; býður mér í leikhúsið og lofar að sækja mig klukkan átta — en lætur svo ekki sjá þig. Og það er ekki eins og það sé í fyrsta sinn, sem þú kemur þannig fram við mig! En nú þoli ég sem sagt ekki meira; ég þoli þetta ekki stund- inni lengur — við höfum misskilið hvort annað með því að umgangast, og það er eins gott að við viðurkennum það í tæka tíð . .. Nei, þú þarft ekki að gera þér upp neina iðrun eða eftirþanga, vinur minn. Ég veit, að innst inni er þér alveg ná- kvæm-leg-a sama, svo við skulum ekki reyna að leika neitt hvort framan 1 öðru. Ef þér þætti eitthvað vænt um mig, gæt- irðu beinlínis ekki komið þannig fram við mig... Ég verð að segja, að þetta er ann- að en gaman, Ármann ... gefðu mér sígar- ettu . Ég þekki þig ekki lengur fyrir sama mann, og skil þig ekki... og eld- spýtu, já . . . þú ert mér sem ókunnur mað- ur allt í einu ... Takk fyrir ... alveg eins og fjarlægur hnöttur úti í himingeimnum, sveimér þá!“ Hún sezt á stól og virðir Ármann fyrir sér, sem stendur steinrunninn á gólfinu. „Já, þú mátt virkilega skammast þín. Þú átt alls ekki skilið, að ég komi til þín; framkoma þín er beinlínis ófyrirgefanleg. Skilurðu það ekki, að ég hef verið eins og fest upp á þráð? — Það gat líka eitthvað hafa komið fyrir þig, þú ert einn af þeim s.em aldrei gætir þín þegar þú ferð yfir götu. Og ef þú hefðir hjarta eins og ann- að fólk, myndirðu hafa fundið til samvizku- bits vegna svona framkomu. Þess vegna skaltu ekkert vera að látast, Ármann. Það er ekki eins og heimurinn farist, þótt ég láti þig heyra sannleikann eins og þú átt skilið. — Ég meina þetta heldur ekki allt saman bólcstaflega; það veiztu vel. Það er 266 svo merkilegt, að þrátt fyrir allt ber e dálítið hlýjan hug til þín, þótt þú æ 1 helzt skilið, að ég færi burt á stundinni o skellti á eftir mér dyrunum ..." Loks þegar hún sér, að sálarangist na er heil og ósvikin, og næsta takmarkalauS| réttir hún honum hönd sína. Og henm er g runnin reiðin. Hún segir lágt, og allt a því blíðlega: „Góði bezti Ármann, vertu nú ekki svona leiður út af þessu, heyrirðu það. Ég raeiv1 ekki orð af því sem ég sagði. Það er hr® ^ legt, hvað ég get verið uppstökk, en nu ég komin til þín, og allt er í lagi aftui- Fyrirgefðu mér öll þessi læti, ef Þu ^ . ur . . . og við skulum heita hvort öðru P að rífast aldrei framar. Ég elska þig’ ° þú elskar mig, og þá er líka sama uw & annað... Segðu, að þú elskir mig’> Hefurðu mann. „Það veiztu,“ svarar hann. „ nokkru sinni haft ástæðu til að efast u ^ það ? Ég get bókstaflega ekki lifað án ÞlU‘ „Og ég ekki án þín,“ hvíslar Margrét o leggur vangann í hálsakot hans, „eða he þú efazt um það?“ ^ ^ „Nei, aldrei! Aldrei! Því að þú og ég> við erum sköpuð hvort fyrir annað! ^ „Já. Sköpuð hvort fyrir annað, — ^ verðurðu að flýta þér að hringja á bn» ^ við eigum að komast í leikhúsið áðui tjaldið fellur.“ en

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.