Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 46

Heimilisblaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 46
Hún veður fram og aftur um gólfið, og augu hennar skjóta gneistum. Ármann er sízt af öllu maður til að grípa fram í fyrir henni með einu orði. „Og það get ég sagt þér,“ heldur hún áfram, ,,að ég beinlínis spring í loft upp, ef ég fæ ékki að rasa út. Annars hefði ég ekki tekið mér vagn hingað út eftir og hraðað mér eins og ég gat: Þú heldur, að ég kæri mig um að vera leiksoppur þinn og þér til athlægis; býður mér í leikhúsið og lofar að sækja mig klukkan átta — en lætur svo ekki sjá þig. Og það er ekki eins og það sé í fyrsta sinn, sem þú kemur þannig fram við mig! En nú þoli ég sem sagt ekki meira; ég þoli þetta ekki stund- inni lengur — við höfum misskilið hvort annað með því að umgangast, og það er eins gott að við viðurkennum það í tæka tíð . .. Nei, þú þarft ekki að gera þér upp neina iðrun eða eftirþanga, vinur minn. Ég veit, að innst inni er þér alveg ná- kvæm-leg-a sama, svo við skulum ekki reyna að leika neitt hvort framan 1 öðru. Ef þér þætti eitthvað vænt um mig, gæt- irðu beinlínis ekki komið þannig fram við mig... Ég verð að segja, að þetta er ann- að en gaman, Ármann ... gefðu mér sígar- ettu . Ég þekki þig ekki lengur fyrir sama mann, og skil þig ekki... og eld- spýtu, já . . . þú ert mér sem ókunnur mað- ur allt í einu ... Takk fyrir ... alveg eins og fjarlægur hnöttur úti í himingeimnum, sveimér þá!“ Hún sezt á stól og virðir Ármann fyrir sér, sem stendur steinrunninn á gólfinu. „Já, þú mátt virkilega skammast þín. Þú átt alls ekki skilið, að ég komi til þín; framkoma þín er beinlínis ófyrirgefanleg. Skilurðu það ekki, að ég hef verið eins og fest upp á þráð? — Það gat líka eitthvað hafa komið fyrir þig, þú ert einn af þeim s.em aldrei gætir þín þegar þú ferð yfir götu. Og ef þú hefðir hjarta eins og ann- að fólk, myndirðu hafa fundið til samvizku- bits vegna svona framkomu. Þess vegna skaltu ekkert vera að látast, Ármann. Það er ekki eins og heimurinn farist, þótt ég láti þig heyra sannleikann eins og þú átt skilið. — Ég meina þetta heldur ekki allt saman bólcstaflega; það veiztu vel. Það er 266 svo merkilegt, að þrátt fyrir allt ber e dálítið hlýjan hug til þín, þótt þú æ 1 helzt skilið, að ég færi burt á stundinni o skellti á eftir mér dyrunum ..." Loks þegar hún sér, að sálarangist na er heil og ósvikin, og næsta takmarkalauS| réttir hún honum hönd sína. Og henm er g runnin reiðin. Hún segir lágt, og allt a því blíðlega: „Góði bezti Ármann, vertu nú ekki svona leiður út af þessu, heyrirðu það. Ég raeiv1 ekki orð af því sem ég sagði. Það er hr® ^ legt, hvað ég get verið uppstökk, en nu ég komin til þín, og allt er í lagi aftui- Fyrirgefðu mér öll þessi læti, ef Þu ^ . ur . . . og við skulum heita hvort öðru P að rífast aldrei framar. Ég elska þig’ ° þú elskar mig, og þá er líka sama uw & annað... Segðu, að þú elskir mig’> Hefurðu mann. „Það veiztu,“ svarar hann. „ nokkru sinni haft ástæðu til að efast u ^ það ? Ég get bókstaflega ekki lifað án ÞlU‘ „Og ég ekki án þín,“ hvíslar Margrét o leggur vangann í hálsakot hans, „eða he þú efazt um það?“ ^ ^ „Nei, aldrei! Aldrei! Því að þú og ég> við erum sköpuð hvort fyrir annað! ^ „Já. Sköpuð hvort fyrir annað, — ^ verðurðu að flýta þér að hringja á bn» ^ við eigum að komast í leikhúsið áðui tjaldið fellur.“ en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.