Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 5
frá þeim tíma var farið að nota hverskyns
efni úr jurtum í meðulin í æ ríkara mæli.
En jafn gætinn og hippókratíkerinn var
1 lyfjanotkun, gat honum einatt fundizt
fn’áðnauðsynlegt að nota skurðarhnífinn.
Ekki var þó ráðizt í stórar skurðaðgerðir,
sökum óttans við blóðrennslið, sem menn
höfðu þá ekki tök á að stöðva. En þar sem
ekki var hætta á miklum blóðmissi, var
hnífurinn notaður óspart. Þannig tókst
ágætlega að lækna höfuðkúpubrot, hol-
nabba í endaþarmi, lækna gyllinæð og skera
upp við aðskotahlutum í barka. Einkum
tókst mönnum furðu vel að lækna bein-
br°t 0g liðhlaup; þekking þeirra á við-
b^ögðum mannslíkamans hafði nefnilega
^ukizt vegna iðkana íþróttanna. En í raun-
lnni má segja, að það sé furða, hversu
Snjallir skurðlæknar hippókratíkerarnir
Urðu, þegar tekið er tillit til þess, hve lítið
Peir vissu um alla innri byggingu manns-
ukamans. Lífeðlisfræðin var í rauninni
eugin. Þekking á vöðva- og beinabyggingu
Var miklu meiri. Þeir vissu þannig í aðal-
utriðum hvernig beinagrindin var og gerð
ujartans; sömuleiðis nokkuð um helztu æð-
ar. °g blóðfarvegi. í meðferð sára lærðu
beir eitthvað, og auk þess rannsökuðu þeir
apðar skepnur all-nákvæmlega. Aftur á
jUóti er ekki vitað til þess, að þeir hafi
r.ufið mannslík, sem nú á dögum hefur
Unkla læknisfræðilega þýðingu; slíkt hefði
Kki getað samrýmzt grískum hugsunar-
«aatti í þá daga.
. Hippókratísku læknarnir álitu verknað
^11111 uátengdan skyldunni. Hin örlagaríku
Urif Sem þekkingarskortur og ágirnd geta
art í læknislistinni fremur en jafnvel í
Uokkurri annarri starfsgrein, reyndu þeir
» k°ma í veg fyrir með margskonar sið-
^rðilegum boðorðum, sem koma gleggst og
gurst fram í hinum hippókratíska læknis-
1 • Hann er á margan hátt mjög svipaður
eim ejg; sem iæ]jnar Verða enn í dag að
•U’ja, áður en þeir fá læknisréttindi.
Þessi gamli eiðstafur hljóðar þannig:
sver við Appolló lækni, Eskuláp, við
eilbrigðina, við Panakea og alla guði og
k Jur> er séu mér vitni, að ég mun kapp-
j°sta að halda þennan eið og skuldbind-
^u> eftir því sem mér endast hæfileikar
og dómgreind til: Kennara minn í þessum
fræðum gengst ég undir að virða til jafns
við foreldra mína; deila með honum brauði
mínu og fé, ef hann er í fjárþröng; líta
á venzlamenn hans sem bræður mína og
kenna þeim fræði mín endurgjaldslaust, ef
þeir óska að nema þau; láta forskriftir,
munnlegar leiðbeiningar og hvers konar til-
sögn aðeins í té sonum mínum, sonum kenn-
ara míns og samningsbundnum nemendum,
er unnið hafa lækniseið, og engum öðrum.
Ég heiti því að beita læknisaðgerðum til
líknar sjúkum, eftir því sem ég hef vit og
getu til, en aldrei í því skyni að valda
miska eða tjóni. — Ekki mun ég heldur
byrla neinum eitur, þó að þess sé farið á
leit við mig, né blása mönnum í brjóst að
fremja slíkar misgerðir. Sömuleiðis mun
ég forðast að fá konu í hendur nokkur þau
tæki, er valdið gætu fósturláti. Ég vil vera
hreinn og vammlaus í líferni mínu og
starfi. Ég mun ekki beita hnífi við stein-
sóttarsjúklinga, heldur láta það eftir kunn-
áttumönnum í þeirri grein. Hvar sem mig
ber að garði mun ég kosta kapps um að
líkna sjúkum og varast að valda mönnum
viljandi óheillum eður tjóni og sérstaklega
forðast að misbjóða líkömum karla eða
kvenna, hvort heldur eru frjálsborin eða
ánauðug. Að hverju svo sem ég kann að'
vera sjónar- eða heyrnarvottur í starfi
mínu eða utan þess í viðskiptum mínum við
menn og ekki má vera heyrum kunnugt,
þá mun ég aldrei ljósta því upp, heldur
gæta fyllstu þagmælsku og trúnaðar. Ef ég
held þennan eið trúlega og rýf hann aldrei,
megi ég þá ævinlega öðlast góðan orðstír
og njóta almennrar virðingar vegna líf-
ernis míns og listar minnar, en gerist ég
eiðrofi og griðníðingur, megi þá hið gagn-
stæða verða hlutskipti mitt.
- Úr bréfum Horatzar -
Þess meira sem vér vitum, þess betur
finnum vér hvað vér vitum lítið.
Vertu fljótur til að þegja, en seinn til
að tala.
Ræðan er silfurgildi, en þögnin er gull-
væg.
Milisblaðið
181