Heimilisblaðið - 01.09.1963, Qupperneq 14
allt. Þú munt hafa nóg að gera við að
annast börnin og stjórna heimilinu. Þú
færð það mikið að gera, bæði um nætur
og daga, að þér gefst ekkert tóm til að
hugsa slíkar hugsanir framar.“
Nú var ár liðið. Enn þá hélt Mei-whan
tryggð við draum sinn. Vinkonur þær, sem
áttu trúnað hennar, stríddu henni, þegar
hún vildi ræða um þessi efni við þær; þess
vegna var hún alveg hætt að fitja upp á
J>ví við þær. En hugsjón hennar var henni
meira virði en nokkuð annað í lífinu. Stöku
sinnum leitaði hún inn í litlu hofin við
veginn og hugleiddi með daufu brosi á
vör, hvort guðirnir hefðu nokkru sinni
áður heyrt aðra eins bæn og hún bar fram
fyrir þá. Fólkið var vant að biðja um að
eignast syni, fá regn, að flóð sjatnaði •—
og um auðævi. En um ást — nei. Það var
eins og enginn kærði sig um slíkt.
En í dag var brúðkaupsdagurinn hennar.
Alein stóð hún í dyngju sinni, náföl og
kyrr. Eftir andartak yrði komið og brúð-
arskart hennar undirbúið. Út um glugg-
■ann sá hún blómum skrýtt kirsuberjatréð
■og bláan himininn á bak við það. „Ég
má ekki hugsa um þetta núna,“ sagði hún
ákveðin við sjálfa sig.
„Við höfum verið trúlofuð frá fæðingu.
Því skyldi hann endilega elska mig? Menn
elska aldrei. Allir segja, að hjónaband hafi
ekkert með ást að gera. En ég skal verða
honum góð eiginkona. Ég mun gleyma
draumi mínum.“
Á litla lakkborna borðinu við hliðina á
;snyrtibekknum hennar lá gljáandi málm-
spegill. Hún lyfti speglinum, kraup á kné
og virti andlit sitt fyrir sér. Þá er hún
sá ávöl formin í svip sínum, fagrar boga-
dregnar augabrúnir og þrýstnar varir,
hvarflaði að henni, að ef til vill myndi
hann raunverulega koma til með að elska
hana.
En — nei. Það var rangt. Draumur henn-
ar um ást þýddi allt annað en fagurt and-
lit og þokkafullur líkamsvöxtur. Hann var
bæði stærri og þýðingarmeiri en svo. Ást-
in þyrfti ekki að vera minni, þótt andlit
hennar væri ófullkomnara og vöxturinn
190
sömuleiðis. „Ég má alls ekki hugleiða þessa
hluti.“ Hún lagði spegilinn frá sér.
Það mátti ekki seinna vera,- því í sömu
andrá var herbergisdyrunum þokað til
hliðar og þrjár digrar konur gengu inn
með leyndardómsfullt bros á andlitunum-
Á eftir þeim kom Bei-ling og nokkrar vin-
stúlkur hennar, hálfhlæjandi og masandi-
„Kyrrar, stúlkur, annars verðið þið að
fara leiðar ykkar,“ sagði ein af eldri kon-
unum áminnandi.
Ein þeirra þrekvöxnu átti að færa Mei-
whan í hvítu klæðin, sem brúðir eru látnai'
bera, og önnur þeirra átti að annast hái’-
greiðsluna. Ching Tai-tai, sú yngsta af
þeim þrem, átti að binda fyrir augu henni,
því hún mátti ekki hjá brúðguma sinn fyi'r
en á öðrum degi eftir brúðkaupið. Það var
siður í landinu. Mei-whan gekk á hönd því,
sem þær vildu og voru komnar til. Hún
brosti og sagði fátt. Enginn mátti vita,
að jafnvel nú þegar hafði óttinn og kvíð-
inn setzt að í hjarta hennar.
En kvinnurnar þrjár létu móðan mása
meðan á athöfninni stóð. Einnig urðu unga
stúlkurnar frjálslegri í framkomu á ný
og tóku til máls. „Mannsefnið þitt, hann
er hryllilega ljótur!“ sagði • ein þeirra
stríðnislega.
„Hann hefur svo hræðilegt ör á kinn-
inni!“ sagði önnur.
„En þú ert heppin þar,“ skaut sú þriðja
inn í, „því þá verður ekki erfitt fyrir þté
að halda honum. Það er engin hætta a
því, að aðrar konur kæri sig um hann!“
Mei-whan hló að öllu þessu. En í hjarta
sínu hugsaði hún sem svo: „Hvernig ge^a
þær vitað þetta? Þær hafa heldur aldrej
séð hann.“ Og enn einu sinni hvarflað*
að henni sú hugsun, sem svo oft hafð1
leitað á hana fyrr: „Það er maðurina
sjálfur, sem ég myndi elska. Andlit hans
má mér standa á sama um.“
„Nú ertu reiðubúin. Sjáðu!“ sagði Ching
Tai-tai og hélt speglinum fyrir frama11
hana. „Líttu nú á sjálfa þig, áður en bund-
ið verður fyrir augun á þér!“
Mei-whan leit í spegilinn og roðnað1-
Hún var raunverulega falleg. Jafnvel þral
fyrir þykkt lag af brúðar-farða, var and-
lit hennar fagurt. Hún vék speglinum rl
HEIMILISBLA5iP