Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 21
Það er ekki auðvelt að þekkja manninn á myndinni, en það er hertoginn af Edinborg. Ástæðan til þess, að hann er svona vel „innpakkaður" er sú, að hann er að skoða rann- sóknastöð, sem framleiðir vefjagróður. Á frönsku Miðjarðarhafs- ströndinni hefur verið kjörin „jarðarberjadrottning" ársins. Sú, sem hlaut titilinn, var útvarpsþulurinn Denise Fabre. > Það hefur sýnt sig að starar og þrestir geta neytt 700 kilóa vínberja í hinum frægu vín- görðum Vínarborgar, Grinzing, Sievering og Döbling. Til þess að koma í veg fyrir þetta mikla tjón hafa vínyrkju- mennirnir komið fyrir „háv- aða-senditækjum“, sem með reglulegu millibili gefa frá sér hljóð afar óþægileg fyrir eyru fuglanna. Dorian Gray er ítölsk, en leikur nú í þýzkum kvikmynd- um. Ungfrúin er dökkhærð, en þar sem hún dvelur nú á norðlægari slóðum, er hún auðvitað ljóshærð. Bangsann, sem hún er með í fanginu, skemmtir hún sér við, þegar hún hefur ekki karlmann að leika sér við. < „ Jónsmessunæturdraumur" Shakespeares er leikinn reglu- lega í Englandi á útisviði. Það er vel fallið til þess. Þessi mynd er af atriði úr þessu fræga verki við venjulegar sýningar á því í Regents Park í London. Svipur New York-borgar hef- ur breytzt við það, að Pan American hefur reist 59 hæða byggingu sína, verðugur ná- granni hinnar frægu Chrysler- byggingar. Þessi átthliða P. A.A.-bygging er 250 m há og hefur kostað um þrjá millj- arða króna. > ^EIMILISBLAÐIÐ 197'

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.