Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Side 23

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Side 23
< í nýjustu hrollvekjukvikmynd Alfreds Hitchcocks kynnast áhorfendur nýrri leikkonu. Hún var ljósmyndafyrirsæta, þegar Hitchcock „uppgötvaði" hana. Hún heitir Tippi Hed- reu, og er myndin tekin við komu hennar til London, þegar myndin var frumsýnd. > Bandarískar ferðaskrifstofur halda fegurðarsamkeppni með stúlkum, sem vinna hjá þeim. Nú í ár var kjörin tuttugu ára stúlka, Susan Skamp, sem áður hafði unnið titilinn „Miss Indiana". Hún starfar hjá stórri ferðaskrifstofu í Illinois. Hún hefur verið á ferð um Evrópu og sést hér í Tívoli í Kaupmannahöfn. < í kvikmynd, sem verið er að taka um þessar mundir, leikur Gregory Peck eitt aðalhlut- verkið. Nokkur atriði myndar- innar eru tekin í Pyreneaf jöll- um, og í því tilefni er Gregory Peck með baska-húfu. Hér er hann að skoða í speglinum, hvort hún sitji rétt. Enska stúlkan, Susan Pratt, tók þátt í keppninni um Miss Universe-titilinn í Miami Beack í Florida. Hér er hún að ganga um götur borgarinnar í búningi frá Tower í London. Skömmu seinna fór hún á bað- ströndina, en varaði sig ekki á sólargeislunum og var flutt á sjúkrahús vegna sólbruna. > < Þessi stúlka er að kenna börn- unum reikning og notar til þess svörtu doppurnar, sem málaðar eru á vegginn. Á eynni Formósu, þar sem Chiang-Kai-shek ríkir í skjóli hers þjóðernissinna, lifir hinn dásamlegi Formósu-hjörtur. íbúarnir hafa mikið dálæti á honum. Á myndinni er verið að gefa kiðling pelann sinn. > •• •': :•'••; HEIMILISBLAÐIÐ 199

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.