Heimilisblaðið - 01.09.1963, Page 30
gull. Eftir öllu að dæma eruð þér heldur
ekki illa stæður. Þar að auki koma svo
þessar tvö þúsnd gíneur Alicear. Loks get-
ið þér búizt við því, að ég minnist yðar
sérstaklega, þegar þér haldið brúðkaup
yðar, ef allt fer eins og ráð er fyrir gert.
Framtíðin er því bjartari en þér haldið.“
„Svo gæti litið út,“ viðurkenndi Henry.
„Þér gangið þá að skilyrðinu?“
Henry varð að taka ákvörðun með and-
artaksumhugsun, og hann ákvað að tefla
á tæpasta vaðið.
„Ég geng að því, þannig að það taki
gildi klukkan ellefu á mánudagsmorgun
28. júní,“ sagði Henry, ,,ef við Alice erum
þá bæði í þessari andstyggilegu gæzlu yð-
ar, læknir.“
Læknirinn skellihló, eins og Henry hefði
sagt einhverja fyndni. „Jæja, ekki eruð
þér enn búinn að gefa upp alla von. Ágætt!
Ég hef líka verið ungur einu sinni, og mér
fellur vel við þá, sem ekki gefast upp fyrr
en í síðustu lög. Þetta er þá samningur milli
okkar.“
XV.
Henry spurði, hvort hann gæti fengið
að tala við Alice um kvöldið, en læknirinn
neitaði því. „Þér verðið betri á morgun,
þá getið þér heimsótt hana,“ sagði dr. Paul,
og það varð Henry að láta sér lynda.
Hann svaf ekkert um nóttina. Umhugs-
unin um ósigurinn og örlög Alicear kvaldi
hann. Hann sneri sér fram og aftur, og
einu sinni stökk hann fram úr til að at-
huga, hvort nokkur möguleiki væri á flótta.
Svo var ekki. Hann skildi, að dr. Paul gat
gert þennan samning þrátt fyrir fyrirvara
Henrys, því að þau Alice væru jafnt á valdi
hans á mánudaginn og þau voru það nú.
Hann heyrði klukku slá fimm, en síðan
hlaut hann að hafa gleymt sér, því að hann
kom ekki aftur til sjálfs sín, fyrr en hann
vaknaði við það, að Gaby stóð álút yfir
honum og virti hann fyrir sér.
„Komið nú!“ sagði hún, „Ég er með al-
veg sérstakt lyf handa yður, sem gefur
yður krafta að nýju. Ef þér hegðið yður
vel, þá fáið þér að sjá þá, sem þér elskið,
bráðum.“
Hún rétti Henry lyf jaglas með bláleitum
vökva og hann drakk úr því. Það var hálf-
gerður myglukeimur af því, en samt ekki
eins vont og hann hafði búizt við. Svo fékk
hann flóaða mjólk og svolítið kaffi og um
tíuleytið var hann orðinn hress og endur-
nærður. Stundu síðar var hann spenntui'
í hjólastól. Þegar hann spurði, hvers vegna
hann væri reirður svona niður, yppti Gaby
öxlum og sagði: „Læknirinn skipaði svo
fyrir.“
Hjúkrunarmaðurinn ýtti hjólastólnum
eftir löngum gangi og niður breiðar tröpp-
ur, og hann gerði það svo léttilega, uð
Henry fann varla fyrir því. Fyrir neðan
tröppurnar stóð dr. Paul fyrir framan raf-
magnsofn í glæsilegu anddyri. Hann var að
lesa í dagblaði, en lagði það frá sér, þegar
Henry kom og brosti.
„Jæja, þá sjáumst við hér. Já, þér getið
farið, André. Þér fenguð yfirhöfn hans
að láni hér um daginn,“ sagði hann um
leið og hjúkrunarmaðurinn fór.
Læknirinn sló á öxl Henrys og sagði:
„Nú skulum við fara til ungfrú Kerlom
en á undan lítum við á aðra mannveru.
ætla að sýna yður eftirlíkinguna, sem eg
ætlaði að nota, ef frummyndin væri horfm
fyrir fullt og allt.“
Henry anzaði engu, en hugsaði því meirm
Jean Monier hafði þá haft á réttu uð
standa. Lækninum stóð alveg á sama,
það vissi Henry. Henry var líka órór, Þ''1
að hann gat ekki gert sér grein fyrir þvl>
í hverju hættan var fólgin.
Sú falska Alice lá 1 rúmi sínu og virtis
sofa. Það var stúlka með samt konar ald-
litsdrætti og háralit og Alice. Þótt huu
væri mjög lík þeirri réttu Alice, þá hefo*
Henry aldrei látið blekkjast, og hann sagoi
lækninum það opinskátt.
„Nei, að sjálfsögðu, en þér verðið a
muna, að þér sjáið hana við mjög slmm
skilyrði. Hún er meðvitundarlaus og Þa°
gerir nú mikinn mun, og svo er hún
ómáluð. Þar að auki hefðum við ekki Þul
að fást við neinn af yðar tagi, sem hefu1
haft gott tækifæri undanfarið til að ky1111
ast andlitsdráttum hennar í einstökuin m1
iðum. Ég held, að hún hefði eftir öllum a
stæðum að dæma komizt í gegn. En
við
þurfum ekki að notast við hana, sem
betu1'
206
HEIM ilisblað1®