Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Síða 34

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Síða 34
um, en hann heyrði smell í veggnum á bak við sig. Hann sneri sér ósjálfrátt við til að sjá, hvaða tjóni skotið hafði valdið og þrátt fyrir hræðsluna, sem gagntók hann, var hann samt svo mikið með sjálfum sér, að hann fann til gleðikenndar yfir því, að kúlan hafði lent á bjöllu. Sennilega heyrð- ist nú hringing einhvers staðar í húsinu. „Frábært!" sagði Henry skjálfandi af taugaæsingi. En hvort yrði nú fyrr á ferð- inni Gaby eða næsta kúla? „Nick,“ heyrðist í reiðilegri röddu úr dyragættinni, „hvað í fjandanum ert þú að gera hér, fíflið þitt ?“ . Hann sneri sér við þegar í stað og byrsti sig sem hann mátti. „Haltu þér saman, stelputuðra!“ sagði hann skipandi röddu og sveiflaði byssunni. . „Farðu nú út héðan á stundinni" „Þú ert drukkinn,“ sagði hún og lagði áherzlu á orðin. „Fáðu mér byssuna, asn- inn þinn.“ Augljóst var, að stúlkan var alls ekki hrædd. Hún gekk beint til hans eins og þetta væri banani, sem hann var með í hendinni. Eitt andartak báru andlitsdrætt- ir hans vott um mikla æsingu og hann hvæsti eins og köttur: „Út með þig, segi ég!“ Nick sveiflaði byssunni í ákafa, en hún vék ekki fet til hliðar, og Henry kom í hug, að hann hefði tekið eftir því, þegar þeir sáust fyrst í íbúð hans, að þau höfðu illar bifur hvort á öðru. En hvað gat hún hamlað upp á móti drukknum bófa? Og hvað gat hann gert í þessu máli? Þau horfðust í augu í nokkrar sekúndur. Svo lét Nick sem hann ætlaði að slá til hennar með byssunni. Hún beygði sig nið- ur, en þá sparkaði hann hrottalega í kvið- . inn, svo að hún féll í gólfið. Ósjálfrátt greip Henry nú inn í bardag- ann. Hann hafði aðeins eitt vopn við hönd- ina, koddann, sem hann varpaði af öllu afli . í hægri hönd Nicks, en þar var ógnvaldur- inn, skammbyssan. Um leið stökk hann fram úr. Þau lágu öll í einni hrúgu á gólfinu. Gaby stundi og brauzt um til að ná andanum, en Nick og Henry voru í hörkuáflogum. Framhald. um Næstum því öll dýr eru vingjarnleg, að- eins ef maður lærir að þekkja þau á réttan hátt, og mörg dæmi eru til um ástúð þeirra, þakklætiskennd og vinarhug í garð manna og hvers til annars. Við skulum nú forvitnast svolítið um dæmi þess arna frá ýmsum ólíkum dýr- um. Læknir einn í Englandi fann særðan rottuhund á vegi sínum og tók hann heim með sér. Hann rannsakaði sár hans og batt um þau, læknaði hann þannig á ein- um tveim dögum og sleppti honum síðan lausum. Hundurinn hljóp óðara heim til sín. En vikum saman eftir þetta kom hann daglega í heimsókn til læknisins, dinglaði rófunni ákaft og fór svo leiðar sinnai'- Þegar hundur dinglar rófunni er hánn að auðsýna þakklætisvott; og þegar hundur þessi hafði dinglað rófu sinni framan i lækninn nógu oft, fannst honum hann vera búinn að borga nóg fyrir sig og hsetti komum sínum. Fíll nokkur, sem var í eigu liðsforingja eins í Austur-Indíum, var settur í vörzlu gæzlumannsins á meðan eigandinn var i langferð, — en gæzlumaðurinn gerði Þa skyssu að svíkja fílinn um hluta af dag- legum matarskammti hans. Er eigandinn kom aftur heim, lét fíllinn gleði sína 1 ljós á þann hátt sem hann bezt kunni. Þeg- ar eigandinn sá til, lét gæzlumaðurinn fílinn auðvitað hafa allan þann mat sem honum bar. En — fíllinn skipti matai'- skammti sínum í tvo hluta. Annar hlutmn átti að sýna þann matarskammt, sem hann hafði fengið á meðan liðsforinginn va* fjarverandi, og þann partinn át hann meö áfergju; hinn hlutann, sem gæzlumaðurina hafði verið vanur að hirða sjálfur, hann liggja ósnertan — og sýndi með Þy* eiganda sínum, hvernig farið hafði veri 210 heimilisblaðiI)

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.