Heimilisblaðið - 01.09.1963, Qupperneq 35
ffleð hann á meðan húsbóndinn var burtu.
Sá síðarnefndi skildi meiningu fílsins, og
gæzlumaðurinn varð að lokum að viður-
kenna atferli sitt.
Apar eru, eins og menn vita, einhver
skringilegustu dýr sem fyrirfinnast á jarð-
kringlunni, og varla er annað hægt en
hafa gaman af tilburðum þeirra og uppá-
tækjum. Skipstjóri einn hefur eftirfarandi
sögu að segja: „Meðal annarra húsdýra
átti ég apa, en einnig lítinn og svartan loð-
hund, og hafði ég þá báða um borð í skipi
ttúnu. Þeir voru báðir hændir að mönn-
llm, og ég get ekki sagt um, hvor þeirra
var flýrulegri. Apinn varð jafnan mjög
afbrýðisamur í hvert sinn sem hundurinn
varð fyrri til að heilsa mér á morgnana
með vingjarnlegu flaðri sínu; annars voru
beir heimsins beztu vinir og voru svo að
Segja daglangt í einhverjum leikjum. —
En apanum hætti til að komast í smá-
hlípur. Annaðhvort rak hann fingurinn
°fan í blekbyttuna eða brenndi sig á
grautnum í eldhúsinu. Hann þurfti alltaf
að vera með nefið niðri í öllu og hætti þá
til að skemma það, sem hann fékk hönd á
fest. Stundum kom hann svo nálægt búr-
Jnu þar sem tígrisdýrið var geymt, að
htlu munaði, að hann yrði étinn til agna.
Hann hafði einnig lag á að stríða páfa-
gauknum — og fékk það ríkulega launað
^neð óbótaskömmum hjá þeim síðarnefnda;
Seitarkiðið átti sömuleiðis um sárt að
binda vegna apans. Að lokum fann ég
ekki annað ráð en taka hann og binda
hann, enda þótt það væri báðum okkur til
stórrar raunar. Hann fékk langa ól utan
um sig miðjan, og var annar endi hennar
testur í bjálka, vænan spöl fyrir ofan þil-
farið. — Frá þessum samastað sínum
fylgdist hann nú með öllu, sem fram fór.
Hausinn á honum var á sífelldu iði, því
ekkert fór framhjá honum, og þegar
e£ var einhvers staðar nærri, kom hann
°g stökk upp um mig og tók að gæla við
|uig 0g góla í eyrað á mér. En það angraði
hann meira en lítið, að hundurinn skyldi
a að leika lausum hala. Þegar seppi settist
alengdar og gelti að apanum, vissi sá
•íoðraði ekki, hvernig hann gæti launað
yvir sig eins og vert væri, en henti 1 hann
hElMlLISBLAÐIÐ
hverju því lauslegu, sem hann gat hönd á
fest. En þar með er sagan ekki sögð. Þeg-
ar hundurinn lagði leið sína framhjá hon-
um annars hugar, kastaði apinn sér yfir
hann fyrirvaralaust og gólaði allt hvað
hann gat í eyrun á honum. En óðara er
seppi hafði hrist hann af sér, hvarf hann
aftur á sinn fyrri stað, og ekki er hægt
að neita því, að meinfýsinn var hann á
svipinn og sjálfsánægður lengi á eftir. —
En seppi var aftur á móti ekki eins vit-
laus og margir kynnu að halda. Hann
komst að vísu ekki upp þangað, sem ap-
inn hafði sinn samastað, en hugsazt gat,
að hann gæti tælt apann niður á þilfarið
— enda tókst honum það. — Eitt sinn,
þegar apinn í ímynduðu öryggi sínu
skemmti sér yfir aumlegu útliti seppa,
tók hinn síðarnefndi ól apans í kjaftinn
og togaði í hana, svo að apinn féll niður
á þilfar. Síðan hljóp hann á hann og velti
honum um koll hvað eftir annað, í góðu
þó. En samt var apinn ekki ánægður með
að láta þetta ólaunað, enda síður en svo
hættur að vilja sýna af sér prakkarastrik.
Þess vegna var það, að er hann hafði eitt
sinn sem oftar kastað sér niður á hund-
inn og fengið sér sinn venjulega útreiðar-
túr með miklu spangóli í eyrun á seppa,
þá stökk hann sem snarast aftur upp á
pall sinn — og greip ólina sína með sér
í stökkinu og settist á hana, þannig að
ekkert var lengur handa hundinum til að
toga í. Ef apinn hafði fundið fyrir hreykni
áður, þá gerði hann það svo sannarlega
núna. Hann var að vísu ekki með öllu
áhyggjulaus í fyrstu, á meðan hann var
ekki viss um, hvort þetta bar fullan árang-
ur. En þegar hann sá hundinn gera ítrek-
aðar og árangurslausar tilraunir til að
hoppa upp þangað sem hann sat — þá
brosti hann út undir eyru, gólaði og bað-
aði út öllum skönkum, til þess að seppi
gæti sannfærzt um, að nú hafði hann þó
verið sigraður svo um munaði.“
Maður nokkur lagði upp í ferðalag
ásamt apa og geit, og að nesti hafði hann
hrís og þykka mjólk. Er hann kom að
fljóti nokkru, ákvað hann að taka sér bað
og matast á eftir. Á meðan hann var í
baðinu, át apinn matinn hans, og er hann
211