Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 25
SVIKIN eftir Maja Edwinson — fram úr ermum strax fyrir hádegið.“ »Þú virðist ekki vera eins taugaóstyrk °S Þú varst, væna mín,“ sagði hann. »En ég er dálítið óstyrk“, svaraði hún. ..Auðvitað ertu það, þangað til við höf- Ul^ yfirgefið landið.“ Hann leit á úrið sitt. þykist vita, að nú sé Dahlila að opna bréfið frá mér.“ »Bréfið frá þér?“ »Já, bréfið, sem ég skildi eftir til henn- ar> bar sem ég þakka henni fyrir gistivin- attu hennar og biðst afsökunar á því, að skyldi fella ástarhug til þín og nema [ á brott með mér — undan hennar eigin Paki.“ ^ún leit á hann angistarfull. „Hvað skyldi hún taka til bragðs?“ Hún er hrædd við konurnar tvær á eunehvoli, hugsaði hann, og það er ekk- eit Undarlegt. Hann svaraði: „Hún gerir ekkert, væna mín. í fyrsta lagi veit hún , ^kert hvar við erum niður komin. Ég eld ekki einu sinni að hún hringi í klúbb- !ntl niinn. Hún hugsar sem svo: Gert er Pat5 sem gert er.“ »Hún verður æfareið." »Örugglega,“ svaraði hann fullur alvöru. »En treystu á mig.“ »% neyðist víst til þess, úr því sem °mið er_<< jjnn 0g roðinn kom ram í kinnar henni. ’.f’að sem við þurfum að tala saman um ^anar, verður að bíða þangað til við er- komin út á sjó, því það er fjölmargt, e6rn vlð þurfum að útrétta í dag. Kannski 1 Hka bezt, að svo sé.“ ^MlLlSBLAÐIÐ „Já, ég vil helzt ekki hugsa neitt í dag — eða tala um neitt.“ „Mjög viturlegt. Láttu sem ekkert sé, og treystu mér. Fyrst verðum við að fara á ferðaskrifstofuna. Þú hefur auðvitað ekk- ert vegabréf?“ „Nei.“ „Þú ferðast þá á mínu vegabréfi — sem konan mín.“ „Er það ekki áhætta?“ „Nei, það hefur ekkert að segja. Ég sé um það. Þegar við höfum fengið farmið- ana, förum við til lögfræðingsins." „Lögfræðings. ... Já, auðvitað.“ Hún leit á hann, og hann leit á hana á móti. En svipur hennar tók engri breytingu. „Síðan verðum við að kaupa einhvern fatnað á þig,“ bætti hann við.. „En ég hef enga peninga,“ sagði hún. „Það síðasta, sem ég átti, lét ég í þjórfé handa stofustúlkunni á Gennehvoli." „Hugsaðu ekki um það. Þú skalt fá tíu þúsund krónur til að kaupa föt fyrir.“ „Tíu þúsund krónur!“ „Sem þú átt að eyða eins og það leggur sig.“ ,,Ó,“ stundi hún og kom ekki upp nokkru orði. Hún var beinlínis hrædd við alla þá peninga, sem hann nefndi — en skyndi- leg hugsun um Richard Kampe gerði hana þó enn óttaslegnari, og þá varð hún þakk- lát þeim manni, sem sat þarna fyrir fram- an hana við borðið og leit út eins og hann ætti allan heiminn. „Ég þarf að sækja hattinn minn,“ mælti hún og flýtti sér út úr stofunni. Hann kveikti sér í sígarettu og greip 245

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.