Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 33
ðert; þótt það væri reyndar skammvinn ast, hafði hún verið einlæg og afdráttar- laus. En kannski var bezt að það væri þannig: ekki að elska manninn, ekki að ala yfir- leitt i brjósti neinar tilfinningar, hugsaði hún. Því að hún vissi — og það hafði lífið kennt henni — að mörgum manni var það n°g að eiga konuna, þótt þeir ættu ekki tilfinningar hennar eða veittu henni sínar eigin tilfinningar. Ef þessi maður var einn bessara, gat hún hugsað sér að gefa hon- Urn það, sem hann vildi. Það var ekki nema sanngjarnt, hugsaði hún með beiskju. Martin sagði: ,,Já, þetta er stofan mín. % hef eigið baðherbergi. Það heyrir nú 1>eyndar til næstu íbúð við hliðina, en ég §et svo vel notað það líka. Það er hent- u§ra að hafa það þannig. Þú hefur sterk- an slagbrand hér á dyrunum þín megin. Þl1 getur skotið honum fyrir, og þá þarftu ekkert að óttast.“ Hann gekk að dyrun- Urn, lét þær aftur, skaut slagbrandinum tyrir og gekk aftur til hennar um leið og hann sagði: ,,Ég hef aðrar útgöngudyr h’am á ganginn. Nú fáum við okkur eitt- hvað að drekka, svo að við getum séð okk- Ur um á útsiglingunni — eða finnst þér tað ekki? Klukkan sex?“ „Alveg ljómandi," svaraði Tía og kink- aði kolli. „Þá kem ég.“ Hann gekk út, en leit við brosandi. Það Var reyndar nokkuð þurrt bros, og þó ðrengjalega stríðnislegt. Hafði hann tekið eftir því, hve óróleg hún hafði verið áður en hann sýndi henni slagbrandinn á dyr- Unum? Hún lét fallast á bólstraðan knakk eg hugleiddi þetta. Sér til undrunar fann nun að vissu leyti fyrir vonbrigðum. Kærði ann sig kannski ekki um hana? Var þetta aðeins riddaramennska, og var hann ef til Vl11 haldinn sams konar ótta og fordóm- Urn og hún sjálf, hvað þetta snerti? „Nei, það getur ekki verið,“ sagði hún Vlð sjálfa sig. Það var óhugsandi. Hún kElMlLISBLAÐIÐ óskaði þess eins að geta losnað við alla auðmýkingarkennd og tilhugsun um brostnar vonir og órætta drauma; byrja að nýju; lifa og elska. Því að þau áttu þó fyrir höndum að giftast. Og skyndilega fór hún að hugsa um Martin Grove á annan hátt en nokkru sinni fyrr; með tilfinningu, sem hlaut að vera eitthvað í ætt við reiði Róberts kvöld- ið, sem þau dvöldust undir einu þaki í Veiðimannakránni í Vitbel. Gat ekki hugs- azt, að Martin væri kaldsinna að eðlis- fari? „Hann er kaldur eins og ís,“ sagði hún upphátt, næstum sorgmædd. Það útskýrði það, hvernig hann gat snúið heim til Eng- lands til að sækja sér konu, hentugan maka — og svo hafði hann rekizt á hana, sem frá öllum sjónarmiðum séð hentaði honum ágætlega. Þetta varpaði Ijósi á út- skýringar hans úti í garðinum við Genne- hvol. Hann vildi fá kvenmann í húsið. Hann þráði heimili. Til endurgjalds hafði hann heitið henni öllu, sem hann hafði ástæðu til að halda að hún væri á höttun- um eftir. Þetta var viðskiptasamningur, sem heimurinn myndi telja mjög hagstæð- an fyrir hana. Hún opnaði dýrindisfagra snyrtiöskju sína og lagfærði sig í framan. — Hún virti sig fyrir sjálfri sér í speglinum af sömu ákefð og hún hafði skoðað sjálfa sig í ómerkilegum spegli í Veiðimannakránni, þar sem taskan hennar og taska Róberts stóðu hlið við hlið á gólfinu á bak við hana. Nú lagði hún fyrir sjálfa sig sams konar spurningar og þá. Hinsvegar þurfti hún þess ekki, því að nú var hún á snær- um manns sem var tilfinningalega kaldur, manns sem á elskulegasta hátt hafði vakið athygli hennar á því, að það var slagbrand- ur hennar megin á dyrunum á milli þeirra. Hún stóð snögglega á fætur og dró slag- brandinn frá. Hún heyrði ys og þys ofan frá hafnar- bakkanum, og að skipsvélarnar voru komn- 253

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.