Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 32
auðveldara að gleyma, að nefna hann ekki.“ „Og að gleyma — það er einmitt það, sem þú þarfnast." Tíu varð litið á breiðar herðar bílstjór- ans í framsætinu og varð hugsað um það, hvað hann myndi halda um það, sem hús- bóndi hans hafði tekið sér fyrir hendur. En hann auðsýndi engan minnsta vott af undrun, ekki svo mikið sem með augna- ráðinu. Sambandið milli þjóns og herra grundvallaðist á fullkomnu og gagnkvæmu trausti og virðingu. Það mátti sjá fljót- lega. Og jafnframt varð henni hugsað um það, að gestgjafanum í Veiðimannakránni hafði ekki litizt sem bezt á Róbert. Hún minntist þess einnig, að eitt sinn fyrir „brúðkaupið“ hafði Róbert lent í illdeilum við þjón einn í London. „Nú erum við komin,“ sagði hún. „Ágætt. Við förum um borð þegar í stað.“ Tveir af áhöfn skipsins stóðu rétt við landganginn, þegar þau gengu um borð. Þeir brostu til Martins Grove, og hann heilsaði þeim með breiðu brosi og sagði: „Má ég kynna ykkur fyrir konunni minni.“ Hún áttaði sig varla á þessari litlu en hátíðlegu athöfn með brosi og handabandi, en komst þó vandræðalaust í gegn um það. Hins vegar komst hún ekki hjá að sjá undrun þeirra — og aðdáun. Síðan varð hún vör við handlegg Martins yfir um sig, um leið og hann leiddi hana undir þiljur. Stimamjúkur skipsþjónn gekk upp að hliðinni á þeim, og þau urðu honum sam- ferða inn í lyftuna, sem fór með þau upp á sólbaðsþilfarið. Tía hafði aldrei gert sér í hugarlund annan eins íburð og þægindi og hún sá fyrir sér hér. Frá sér numin gekk hún inn í einkaíbúð þeirra, sem hafði eigin sólbaðsskýli með legubekkjum — og blómum. 252 „Ég hef reynt að fara eftir tilmælum yðar, herra,“ mælti skipsþjónninn. „Ljómandi. Konan mín annast sjálf un1 þær breytingar, sem hún kann að óska eftir. Ég þakka yður fyrir.“ Svo voru ÞaU ein eftir. „Ég er feginn því, að ég gat fengið þessa íbúð,“ sagði Martin. „Þú færð stærra her' bergið, vina mín.“ Hann vísaði henni iuu í vistaveru hennar, stórt og fagurt herbergj með baði. „Ég bý hér við hliðina," bætti hann við og benti með flötum lófa í áÚ' ina að herbergi sínu. Hún svipaðist uæ. undrandi og spurul á svip. Allan dagir*11 hafði hún reynt að hugsa ekki um Þa^’ er þau væru orðin einsömul, raunveruleg3 ein, og tækju að ferðast saman eins hjón. Hún hafði vísaði þeirri hugsun á bug og sagt sem svo við sjálfa sig: „Ég hef einu sinni áður hrundið maiu11 frá mér með sérvizku minni. Ætti ég uU í annað sinn að fara að halda manni 1 fjarlægð, þegar til kastanna kemur? MyU^1 hann sætta sig við það —?“ Dyrnar milli vistarvera þeirra stóðu opnar, svo að Tía gat séð þangað inn °f gengið úr skugga um það á augabragð1’ að þar var ekki eins vel og glæsilega f1’3 öllu gengið. „Er þetta þitt herbergi, Mal' tin?“ sagði hún miður ánægð, mest 11 þess að segja eitthvað, en jafnframt val hún ekki laus við ótta. Hún vissi ofur vel, að í augum margia ungra stúlkna var ástarævintýri anna slagið ekki annað en þýðingarlaus dægra' stytting, sem ýmist var hægt að teýgia á langinn eða Ijúka af á skömmum tíma’ eftir því sem löngun stóð til. En sjálf =a hún ekki haft annað leiðarljós en sah1 vizku sína í þeim efnum. Henni vai’ð a þessari stundu hugsað til móður sinnai’ hvað hún hefði orðið að reyna. Hér val um meira og alvarlegra að tefla en ven]u legar konur hefðu ef til vill getað salTl þykkt. Og hún elskaði ekki Martin eiuu sinni eins mikið og hún hafði elskað heimilisbla£>i£)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.