Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 24
Enska sýningarstúlkan, Ju- dith McGilling, sýndi þessa skartgripi á alþjóðaskartgripa- sýningu í Lundúnum í haust. Skartgripirnir eru nokkurra milljóna króna virði. Þetta er tréskurðarmynd úr kalifornískum rauðviði af kvikmyndaleikkonunni, Eliza- beth Taylor. Myndina á að nota í kvikmynd, sem nú er verið að gera í París, þar sem Elizabeth leikur aðalhlutverk- ið. — Á myndinni er maður hennar, Richard Burton, að kyssa gerfikonuna. —> Enska stúlkan, Margrét Gibbs, sem er 26 ára, lamaðist fyrir 14 árum, og síðan hefur hún gengið við hækjur eða farið um í hjólastól. En nú keppti hún á Olympíuleikjunum í deild fatlaðra fyrir England í kringlukasti og bogfimi. <— Orðrómur komst á kreik um að bandaríska kvikmynda- leikkonan Linda Christian, væri að verða blind. en sem reyndist alveg ósannur. ■— Myndin er tekin af henni og eiginmanninum sður á Spáni, þar sem þau voru að hvíla sig nú nýlega. —* Þessar ungu og fallegu stúlk- ur komu nýlega til Orly-flug- valiar við París og vöktu strax mikla athygli. Þær eru heims- fegurðardrottningin, Korine Tsopei og bandaríska fegurð- ardrottningin, Bobbi Johnson. Þær voru á ferðalagi kring um hnöttinn. —> Evelyne Valentino er frænka hins fræga kvikmyndaleikara frá þöglu myndunum, Rudolfs Valentino. Hún stundar nú nám í leiklistarskóla í París. 244 HEIMILISBLAÐ151

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.