Heimilisblaðið - 01.12.1964, Síða 24
Enska sýningarstúlkan, Ju-
dith McGilling, sýndi þessa
skartgripi á alþjóðaskartgripa-
sýningu í Lundúnum í haust.
Skartgripirnir eru nokkurra
milljóna króna virði.
Þetta er tréskurðarmynd úr
kalifornískum rauðviði af
kvikmyndaleikkonunni, Eliza-
beth Taylor. Myndina á að
nota í kvikmynd, sem nú er
verið að gera í París, þar sem
Elizabeth leikur aðalhlutverk-
ið. — Á myndinni er maður
hennar, Richard Burton, að
kyssa gerfikonuna. —>
Enska stúlkan, Margrét Gibbs,
sem er 26 ára, lamaðist fyrir
14 árum, og síðan hefur hún
gengið við hækjur eða farið
um í hjólastól. En nú keppti
hún á Olympíuleikjunum í
deild fatlaðra fyrir England í
kringlukasti og bogfimi.
<—
Orðrómur komst á kreik um
að bandaríska kvikmynda-
leikkonan Linda Christian,
væri að verða blind. en sem
reyndist alveg ósannur. ■—
Myndin er tekin af henni og
eiginmanninum sður á Spáni,
þar sem þau voru að hvíla sig
nú nýlega. —*
Þessar ungu og fallegu stúlk-
ur komu nýlega til Orly-flug-
valiar við París og vöktu strax
mikla athygli. Þær eru heims-
fegurðardrottningin, Korine
Tsopei og bandaríska fegurð-
ardrottningin, Bobbi Johnson.
Þær voru á ferðalagi kring
um hnöttinn. —>
Evelyne Valentino er frænka
hins fræga kvikmyndaleikara
frá þöglu myndunum, Rudolfs
Valentino. Hún stundar nú
nám í leiklistarskóla í París.
244
HEIMILISBLAÐ151