Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 31
vm. MAÐUR OG KONA Þetta var í fyrsta skipti, að Tía átti fyrir höndum að stíga um borð í stærra skip en venjulega ferju. Henni var ljóst, að hún nijög heimsborgaralega út í hinum nyja klæðnaði sínum, en einnig hitt, að hún var alls ekki það, sem hún leit út fyrir að vera. Og hún hugleiddi, þar sem hnn sat og fann ýmist til auðmýkingar, °rving]unar, reiði eða feimni, hvaða áhrif hún raunverulega hefði á þennan mann, Sein sat hér við hliðina á henni, þar sem haú óku niður á hafnarbakkann. Ef hann ^skaði hana ekki, hlaut hann að minnsta h°sti að vera þó nokkuð hrifinn af henni. ^ann hafði lagt út í þessa miklu áhættu asamt henni; hann hafði snúið baki við S0rnlum vinum sínum hennar vegna; hann afði gert það, sem allir vinir Róberts ^yndu kalla — „stungið undan honum“. ^ann hafði, eftir því sem hann sjálfur Jaut að halda, komizt upp á milli hjóna. ^að hlaut að þurfa mikið til, svo að maður leggði út í slíkt. Nú leit hún á „brúðkaupsferð" þeirra °berts eins og hlutar, sem ekki væri til annars en að brosa að. Hún var innilega glöð yfir því, að hún skyldi hafa stillt sig Urn að segja Martin frá henni og „hjú- skap“ Sjnum Hann myndi að sjálfsögðu ekki hafa trúað á hreinleika hennar, en ann myndi geta trúað á vonbrigði henn- ai. þegar hún var tæld út í giftingu, sem rauninni varð svo engin gifting. Liklega var hann einn þeirra manna, Sem reynslan hafði kennt, að samskipti ^anns og konu eru einnig efnahagsleg. ..Ef ég væri þú, myndi ég ekki brjóta eilann svona mikið,“ heyrði hún hann Se§ja allt í einu. hlmÚn svaraði með stuttum og lágum atri. sem slakaði eilítið á alvörusvipn- 111 á andliti hennar. >.k>ú hefur fengið mér nóg til að brjóta eilann um“, svaraði hún. >.Allt sem þarf að brjóta heilann um, ^klJVriLISBLAÐIÐ skaltu láta mig um. Hefurðu gaman af löngum ferðalögum?“ „Eg hef aldrei farið í sérlega langt ferða- lag.“ Svo þagnaði hún skyndilega og bætti við: „Er Andromeda stórt skip?“ „Eitthvað um þrjátíu þúsund tonn.“ „Þetta hefur verið yndislegur dagur,“ sagði hún. „Ég hélt ekki, að nokkur gæti fengið mig til að gleyma öllu svona full- komlega. Þú hefur komið einstaklega vel fram við mig.“ Hann átti skilið, að hún hrósaði honum svolítið. „Ég hef líka fengið það endurgoldið. Ég hef komið því í framkvæmd, sem ég hafði einmitt ætlað mér að gera.“ „Að hafa kvenmann með þér heimleiðis? Það var þó hræðilega tilfinningalaus ákvörðun." „Ekki beint tilfinningalaus,“ svaraði hann brosandi. „Tekurðu þennan bíl með þér?“ flýtti hún sér að spyrja. „Já. Ég gæti ekki hugsað mér að skilja annan eins bílstjóra eftir hér eða láta hann í hendurnar á einhverjum öðrum, eins og þú munt skilja betur síðar. Við tökum bíl- inn með okkur. Tía. .. .“ Hann lagði hönd sína á hönd hennar andartak. „Mundu, að ég sagði viö. Bíllinn okkar — við höfum hann meðferðis —“ „Mér finnst ekki, að ég hafi neitt leyfi til. ...“ „Elsku Tía. Leyfi þitt til þess byrjaði um leið og þú yfirgafst Gennehvol ásamt mér.“ „En hvað þetta er fallega sagt af þér — Martin.“ „Það getum við talað um nánar, þegar við erum komin um borð, Tia.“ „Ég ætti að skammast mín fyrir að hafa yfirgefið Róbert —“ „Það er eitt,“ greip hann fram í fyrir henni. „Ættum við að koma okkur saman um að nefna Róbert aldrei á nafn hvort við annað?“ „Ég vil helzt ekki nefna hann á nafn,“ svaraði hún rólega. „Það myndi gera mér 251

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.