Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 2
SKUGGSJÁ Ifjögur |>íisiiih1 árn göiiiul Irikföng. Börn hafa alltaf unað sér vel við alls konar leiki, einnig fyrir mörgum þúsundum ára. Að því leyti hefur heimurinn ekkert breytzt. Handverksmenn indverskrar hámenningar í Indus-dalnum bjuggu til hina margvislegustu hluti, ekki aðeins til gagns, heldur einnig til gamans, og flestir voru þeir úr leir. Teningar Indverja hinna fornu (1) voru i þann tíð nákvæmlega einr og teningar eru enn þann dag í dag, að því undanteknu, að skipu- lag hliðanna var með öðrum hætti. Uxavagninn (2) má telja fyrirrennara járnbrautarlestanna, sem börn leika sér nu að. Á mörgum þessum leik- föngum var gat fyrir snúru, svo að börnin gætu dregið þau á eftir sér. Þegar grafið var í jörð á þessum slóðum, fundust líka marmarakúlur af ýmsum stærðum, svo og barnahringlur, sem voru holar leirkúlur með götum (3). Hrúturinn á hjól- unum (4) er sýnishorn af hundruðum tegunda af þeirri gerð, sem fundizt hafa í hinum fornu borgum. Vinsælt leikfang var kýrin, sem getur hreyft hausinn upp og niður, þegar togað er i halann á henni (5). Fuglar og fiskar voru einnig eftirsótt leikföng. Á dúfunni íljúgandi er hola upp í kviðinn, svo að hægt sé að bera hana á priki. Einnig teddybjörninn, sem börn gæla við nú á dögum, á sér sinn fyrirrennara. Það er dýr, sem ekki er auðvelt að flokka til neinnar teg- undar, en hefur ef til vill átt að vera annað hvort hundur eða köttur. Ilvr li<‘rjasl <!ron£iI<‘gii! Þegar dýr af mismunandi tegundum berjast, er það bardagi upp á lif eða dauða, en þegar dýr sömu tegundar eigast við, er tiðast um „drengi- legt“ einvígi að ræða, þar sem hvorugt reynir að drepa hitt. Gott dæmi um það er viðureign skelli- naðranna (1). Ef önnur hvor biti hina með eitur- tönninni, væri lífi hennar þar með lokið. En það gera þær ekki. Þegar karldýrin glima um kven- dýr, fara þau eftir fastákveðnum hólmgönguregl- um. Hið eina, sem hvor um sig sækist eftir, er að ná hausnum á andstæðingnum í „bónda- beygju", og til þess beita þær öllum sínum kröft- um til hins ýtrasta. Þegar önnur slangan hefur náð slíku taki á hinni, hypjar hin sigraða sig tafarlaust burtu. Slíkar hólmgöngur, án allra blóðs- úthellinga, eiga sér stað meðal margra annarra dýrategunda, svo sem dúfna, sandeðla, úlfa, snjáldurmúsa og dádýrshjarta. Þvi hættulegri, sem vopn dýra þessara eru, þeim mun fullkomnara er fyrirkomulag hólmgöngunnar. — Oryx-antílópurn- ar (2) beita flugbeittum hornurn sínum eins og skylmingamenn sverðum og bregða þeim hvor fyrir horn hinnar, svo að hvorugt særisl. — Hanar (3) berjast oft af miicilli hörku. Þeir hringsóla hvor kringum annan eins og hnefaleikamenn. Hvor um sig reynir að komast upp á hausinn á hinum, sem bregður sér undan og vikur til hliðar (a). Þannig berjast þeir, þangað til liinn sigraði stingur hausnum niður i holu, til merkis um að hann gefist upp (b). Þar með er einvíginu lokið. Hinn sigraði gefur til kynna með álútum haus og vængjaslætti, að liann vilji ekki berjast meira (c). •—■ Enn eitt dæmið er „hnefaleikar" rottanna (4) . Þær standa á afturlöppunum og berja og troða hvor á aðra, þangað til önnur hvor dettur. Það eru þeirra leikslok.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.