Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 22
Myndin er af sögulegri sýn- ingu, sem nýlega var haldin í Paris, en hún var af því, þeg- ar franski bílaframleiðandinn, Emile Sevassor vann fyrstu löngu bifreiðaaksturskeppnina, sem fór fram frá París til Bor- deaux og aftur til Parísar. — Myndin sýnir Emile Sevassor og vélsmið hans koma í mark á Panhard et Sevassor. — Þetta eru minnstu tæki sinnar tegundar, sem byggð hafa ver- ið, til vinstri er útvarpstæki, en til hægri er sjónvarpstæki. Um áramótin lét úr höfn í Lundúnum endurbyggð 150 tonna fiskiskúta með 8 manna áhöfn, fimm af þeim eru vís- indamenn, því að hugmyndin er að flakka um heimshöfin og heimsækja lítt þekktar eyj- ar og kortleggja þær. Franska kvikmyndaleikkonan Brigitte Bardot lét það boð út ganga nú nýlega, að hún myndi framvegis aðeins leyfa faglærðum ljósmyndurum að taka myndir af sér. Ýmsir ljós- myndarar mótmæltu þá með því að leggja ljósmyndavélar sínar og og f jölda af mótmæla- spjöldum við dyrnar hjá henni, sem á var letrað, að áður hefði hún leitað til þeirra, en nú kastaði hún þeim á dyr. Það er víðar skortur á vinnu- afli en á Íslandi. Hún er hepp- in húsmóðirin, sem á þennan dygga þjón. —> Sjálfviljug lagðist þessi unga Berlínarstúlka í fangið á Vopnasmiðnum, sem er við minnismerki Bismarcks í Vest- ur-Berlín. 22 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.