Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 25
mig ekki. Hann sagði þetta aðeins til að hjálpa mér, þegar Kitten — þú veizt hvað Kitten sagði------“ Svo þagnaði hún. „Já, ég heyrði hvað Kitten sagði,“ tók hann fram í fyrir henni stuttlega. En hon- um var einnig Ijóst, að dóttir hans hafði ekki svarað spurningu hans til fulls. XVIII. SVARIÐ Árla næsta morgun hringdi Dan á dyr hjá Norman lækni og bað um að fá að tala við Margie. „Ungfrú Margie er enn ekki komin á fætur,“ svaraði Nancy. „Hún svaf víst ekki svo mikið í nótt, vesalingurinn. Gætuð þér ekki komið síðar, herra Lester?“ En það gat Dan auðsjáanlega ekki. „Segið henni, að ég verði að tala við hana. Ég hef tekið mér frí frá starfi og verð að vera kominn á skrifstofuna upp úr morgunverðartíma,“ sagði hann óþolin- móður. Margie var vakandi, og Nancy varð ósjálfrátt hugsað sem svo, að henni hefði ekki komið blundur á brá alla nóttina. „Herra Lester er hér kominn,“ sagði hún. „Hann kveðst nauðsynlega þurfa að ná tali af yður. Ég hef sagt honum, að þér væruð enn ekki komin á fætur, en hann vildi samt sem áður fá að biða.“ „Segið herra Lester, að ég skuli koma eins fljótt niður og ég get,“ svaraði Margie. Þegar hún skömmu síðar hljóp niður stigann, minntist hún þess, að ekki var liðið langt síðan hjarta hennar hamraði af eftirvæntingu og gleði, ef hún vissi, að Dan var kominn. Það voru ekki nema ör- fáar vikur síðan hún hafði vonazt til að mega endurlifa þá tilfinningu. En nú var henni Ijóst, að hún átti aldrei eftir að upp- lifa slíkt framar þar sem Dan var annars vegai'. „Margie!“ hálfhrópaði Dan um leið og hún gekk inn úr dyrunum. „Það getur ekki verið satt, er það? Þú ert ekki trúlofuð Alek Wyman. Ég kom hingað þegar í stað, því ég verð að vita sannleikann. Þú getur ekki verið trúlofuð honum. .. . “ „Jú, það er ég, Dan.“ Hvað annað gat hún sagt, eftir loforðið sem hún hafði gefið Aiek? En hún sneri sér undan um leið og hún sagði það. Hann gekk til hennar og tók um hand- legg hennar. „Ég — ég neita að trúa því, Margie. Þú hlýtur þó að sjá, að hann er vafasamur maður. Hvernig gætirðu verið orðin svo blind, að þú sæir það ekki?“ „Þú hefur ekkert leyfi til að tala þannig, Dan,“ svaraði hún reiðilega og ákveðið. „Það er ekki satt. Að vísu voru þau Kitt- en og Alek vinir áður fyrr, en það var líka allt og sumt. Hann hefur aldrei lofað því að giftast henni. . . . “ „Heldurðu, að Kitten hefði gert sig að öðru eins viðundri og hún gerði í gærkvöldi, ef þau hefðu aðeins verið góðir vinir?“ greip hann fram í fyrir henni þykkju- þungur. Hún var orðin náföl. Og skyndilega fann hún fyrir slíkri örvæntingu og öryggisleysi, að það olli henni næstum líkamlegri van- líðan. „Nei, þessu geturðu ekki svarað,“ mælti hann sigri hrósandi. „Þú veizt vel, að ég hef rétt fyrir mér. Ég hélt heldur ekki, að þú værir stúlka af því tagi, sem vildir vera í slagtogi við mann, sem heyrir öðr- um til, Margie.“ „Talaðu ekki fleira, Dan,“ sagði hún þreytulega. „Ef þú heldur áfram að tala eins og þú gerir, er ég hrædd um, að ég megi til að biðja þig um að fara.“ „Já, þú mátt biðja mig um að fara eins oft og þú vilt, en þú getur ekki borið á móti því, að ég hef á réttu að standa,“ hélt hann áfram og lá hátt rómur. „Þú veizt vel, hvers konar náungi hann er. Þér er máski sama — en gleymdu þvi ekki, Margie, að það sem Alek Wyman hefur gert Kitten, getur hann jafn auðveldlega gert þér. Og hvernig ætii þér litist á það?“ „Viltu vera svo góður að þegja, Dan!“ hrópaði Margie skyndilega og næstum sefa- sjúk. „Þú hefur ekkert leyfi til að tala HEIMILISBLAÐIÐ 25

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.