Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Page 11

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Page 11
ur, hann á tvö hús í nágrenni Parísar, og þarf alls ekki að vinna sér inn meiri pen- inga. Hvers vegna á hann að fá að taka stöðuna frá öðrum?“ „Alveg rétt, stúlka mín, en allt þess háttar er ekki ákveðið effir tekjum manna, það fer eftir embættisaldri. Þó að hann sé ekki, eins og þú segir, neinn skýjaglóp- ur, vinnur hann þó ekki neitt starf að ráði, en það verður samt sem áður hann, sem verður hækkaður upp sem skrifstofu- stjóri, nema því aðeins að hann segi upp stöðunni......eða deyi!“ Eliane hlustaði og þagði, en hrukkurnar á hvítu enni hennar sýndu mjög greini- lega, hvað hún hugsaði. Nokkur tími leið, og Eliane sparaði og nurlaði saman og neitaði sér um allan mun- að, jafnvel í hvað litlum mæli, sem var. Claude, sem var önnum kafinn við starf sitt, varð ekkert var við það, og þar sem hann heyrði hana ekki minnast framar á bílinn, gerði hann sér í hugarlund, að hún hefði hætt að hugsa um hann. Það var samt gremjulegt, hugsaði hann oft, ef mannhrakið, hann Durand, sem gerir bók- staflega aldrei annað en lesa dagblöðin og skrifa fáein bréf. ... ef hann hefði ekki verið.... hefðum við þrátt fyrir allt get- að fengið þennan bíl. . . .! Þegar leið á veturinn fékk þessi um- ræddi Durand ofsalega inflúenzu, sem sner- ist upp í lungnabólgu. Þó að Ijótt sé frá að segja, vaknaði örlítil von í hjarta Clau- des. En hann leyfði þó ekki þessari von að koma fram í orðum. Eliane var hreinskiln- ari: „Ég vildi óska þess, að hann væri far- inn norður og niður,“ sagði hún, þegar Claude sagði henni frá veikindum Dur- ands. „Ef hægt væri að senda hann yfir í annan og betri heim, bara með því að ýta á takka, held ég, að ég mundi ekki hugsa mig um.“ „Já, ég meina það, sem ég segi!“ bætti hún þrjózkulega við, þegar Claude starði skelfdur á hana. „Hvers vegna á hann að sitja í fyrirrúmi fyrir okkur, sem þurfum að vinna okkur svolítið inn?“ Nú leið mánuður eftir mánuð, án þess að hjónin minntust nokkuð á bílmálið, og Claude var alveg viss um, að hún væri alveg hætt að hugsa um það. Til þess að fá að vita vissu sína, hafði hann oft hrist litla peningakassann, þar sem hún var vön að geyma varasjóðinn, en í hvert skipti heyrðist óhugnanlegt tómahljóð. Aðeins fáeinir peningar hringluðu þunglyndislega á botni hans. Þrátt fyrir það var kaffið jafnt þunnt, og hann fékk ofanígjöf í hvert skipti, sem hann gleymdi sér og fór að auka vindlingareykingarnar. „Mér finnst,“ áræddi hann að segja, „að engin ástæða sé til þess að gera okkur lífið svona erfitt!“ „Það er aldrei gagnslaust að hafa eitt- hvað upp á að hlaupa," svaraði hún og var leyndardómsfull á svipinn. Eliane talaði að vísu ekki um ósk sína, en því fór fjarri, að hún hefði slegið henni frá sér. Hún hafði afhent peningana, sem hún hafði safnað saman, kunningja sínum, sem var víxlari, og hann hafði keypt góð, vaxtahá verðbréf fyrir þá. Þegar hún komst á snoðir um það fáum árum síðar, að bíll einn, nær því ónotaður, spegilfagur og blár að lit, væri til sölu fyrir gjafverð, ef kaupin gætu farið fram strax og gegn staðgreiðslu, tryggði hún sér hann, kom verðbréfunum í peninga og fékk lánaða upphæðina, sem vantaði, hjá vinkonu sinni. Það var blátt áfram ekki unnt að lýsa mikillæti hennar og gleði, þegar hún var loks orðinn eigandi litla, fallega tveggja manna bílsins. Claude starði undrandi á hana, þegar hann kom heim. Hún talaði í sífellu, og litla, fallega andlitið hennar Ijómaði eins og sól. Hún talaði og talaði, af því að hún brann í skinninu af óþolin* mæði eftir að gera hann hluttakandi í ham- ingju sinni, en hún hafði ákveðið að láta það bíða, þangað til hún hefði lært að aka og gæti sjálft sótt hann einhvern daginn til skrifstofunnar. Claude var allórólegur þann tíma, sem í hönd fór. Hann gat ekki skilið skyndilega löngun Eliane til þess að heimsækja vini sína og vinkonur. Hún hafði ýmist verið hjá þessum eða hinum. Þegar hann hringdi heim, var ekki svarað í símann, og oft og einatt svaraði hún út í hött, þegar hann talaði við hana. Nei. . . . hann skildi hana ekki. HEIMILISBLAÐIÐ 11

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.