Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 32
að hún væri komin. Hann hafði sent henni bréf daglega, síðan hann fór frá Sturton. Fyrsta bréfið hafði aðeins verið fáein orð á heilli örk, þannig hljóðandi: „Með tilliti til kjaftagangs. Kveðja. — Alek.“ Hún hafði reynt að leggja einhverja aðra merkingu í orðin, en hyernig sem farið var að, þá var ekkert hægt að hafa á þeim annað en það sem þau þóttust vera. Hin bréfin höfðu ekki verið annað en gersamlega auðar pappírsarkir. Skyndilega andvarpaði hún og stillti á númerið. Henni fannst hún nánast líkam- lega veik, á meðan hún beið eftir svarinu. Hún var að því komin að vonast til, að hann væri ekki heima, er hún heyrði ró- lega og kalda rödd Masters. „Herra Wyman er því miður ekki heima“. En hún hefði getað grátið af vonbrigð- um óðara er hún heyrði þessi orð. Áður en hún gat jafnað sig eða sagt nokkuð, hélt Masters áfram: „Þetta er frú Harding, er ekki svo?“ Og þegar hún andmælti ekki — þar eð hún kom ekki upp nokkru orði — hélt hann áfram sínu ópersónulega tali: „Herr- ann bað mig um orðsendingu til yðar: Ef þér hefðuð hug á að koma hingað og fá smávegis kokkteil, væri honum það sönn ánægja að sjá yður. Herra Wyman þurfti nauðsynlega að skreppa upp í sveit í dag, en hann bjóst við að verða heima um níu- leytið.“ Margie heyrði sjálfa sig svara: „Kærar þakkir, Masters." Hún sat kyrr í röskar fimm mínútur og starði á símann án þess að hreyfa legg eða lið. Vangar hennar voru glóðheitir, hendur hennar saman klemmdar, og gremja af því tagi sem hún hafði aldrei fundið fyrir áður, læstist um hana alla. Aldrei hafði hún fyrirlitið nokkra manneskju eins innilega og hún nú fyrirleit þessa frú Harding. Ekki einu sinni Kitten. Að lítilli stundu liðinni myndi frú Harding áreiðan- lega hringja, segja til sín og fá að heyra þau skilaboð, sem fyrir henni lágu. Og Margie sá það fyrir sér, hvernig hún gengi inn í vistlega íbúð Aleks, settist á sófann, drykki kokkteil og hlægi og skemmti sér í nærveru hans. En hér sat hún, unnustan hans (í hryggð sinni gleymdi hún því, að trúlofunin var reyndar aðeins til mála- mynda), alein í þessari snauðu íbúð, án þess að hafa nokkurn til að mæla málum. Átti hún að sætta sig við það? Nei, það ætlaði hún sér ekki að gera. Kom ekki til mála. Eitthvað varð hún að taka til bragðs, sama hversu heimskulegt það yrði. Hún opnaði ferðatöskuna sína og tók að dreifa innihaldinu um gólfið í óreiðu. Loks fann hún gamlan samkvæmiskjól, appelsínugulan, sem henni fannst geta gengið. Hann var ekki himinhrópandi. En litur hans var áferðarfagur, og litli hatt- urinn sem tilheyrði honum, fór henni eink- ar vel. Hún var alltof æst til þess að taka strætisvagn eða lest, heldur steig hún upp í fyrsta leigubíl sem hún sá og lét bílstjór- ann fá heimilisfang Aleks. Það væri heldur dauft til orða tekið að segja, að Masters hafi orðið undrandi á svipinn. „Ég — ég veit ekki gerla, hvenær herr- ann kemur heim,“ sagði hann tvíráður. „En ef — ef frökenin vill skilja eftir skila- boð, þá------“ „Þetta er allt í lagi, Masters. Herra Wyman býst við mér.“ Hún brosti og gekk fram hjá honum inn í íbúðina. Hún var ekki lítið undrandi á sinni eigin dirfsku, en hún var jafnframt harðánægð með sjálfa sig. Alek hélt hún væri barnaleg — gott og vel, hann skyldi fá að sjá hvort hún var það svo mjög! Klukkan á arinhillunni sýndi, að tuttugu mínútur vantaði í níu. Nú var spurningin aðeins sú, hvort þeirra kæmi fyrr — Alek eða frú Harding. XXI. ALEK FÆR AÐ UNDRAST Ekki leið á löngu áður en hringt var og raddir heyrðust utan úr forstofunni. — Masters, sem var harla varnarlitill undir kringumstæðum sem þessum, visaði frú Harding inn í stofuna. 32 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.