Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Qupperneq 21

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Qupperneq 21
<— Þýzka skautadansmærin, Úr- súla Barkey, fékk þetta stóra ástarbréf frá japönskum stúd- ent, sem varð hrifinn af henni, þegar hún sýndi listir sínar í Japan. Síðastliðin fjögur ár hefur Úrsúla ferðazt víða um lönd sem einleikari með skautaflokknum „Holiday on Ice“, en er nú stjórnandi leikmannaskautahlaupanna í Köln. Sagt er að hin fagra forseta- frú í Monaco sé ekki ánægð með hvað furstinn tekur mik- inn þátt í samkvæmislifinu. Sjálf er hún mjög heimakær. 100 ára sjálfstæðisafmælis Monaco minnzt á þessu ári. 1 tilefni SÍOO ára afmælis skemmtigarðsins Prateren í Vínarborg, ætlar austurríska póststjórnin að gefa út frí- merki á 1.50 shilling i apríl í vor. Vegna bakaraverkfalls á síð- astliðnu sumri í Lundúnum, urðu brauðin og lögun þeirra að svo lifandi efni að þau komust í hattatizkuna hjá kvenfólkinu. Hér sjáum við hárgreiðslustúlku með hattinn sinn, sem er í iaginu eins og formbrauð. Frönsk leirtausverksmiðja hef- ur nú brotið gamla hefð með lögun súpuskála, eins og sjá má á myndinni. En verksmiðj- an tekur það fram, að þó að súpurnar séu ekki af svina- kjöti, bragðist þær vel úr skál- inni. 1 júní á síðastliðnu sumri lá norskt flutningaskip i höfn- inni í Antwerpen, en skipverj- ar tóku eftir því að dúfa gerði sig heimakomna á skipinu. Fyrir nokkru kom skipið til Lundúna, eftir að hafa siglt til Suður-Ameríku, Bandaríkj- anna og Kanada, og enn var „Beatrice", en það nafn gáfu skipverjar dúfunni, á skipinu. En til þess að losna við hana, fór loftskeytamaðurinn með hana í búri til Trafalgar Square og sleppti henni þar, en eftir skamma stund var hún komin um borð atfur. „Bea- trice" situr þarna á öxl loft- skeytamannsins. HEIMILISBLAÐIÐ 21

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.