Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Qupperneq 3

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Qupperneq 3
Siðir og venjur máfanna Eftir Jean George. Okkur virðist þessir stóru og frjálsu loftfarar eins óháðir og nokkur jarðnesk vera geti orðið — en engu að síður er állt líf þeirra bundið ströngum venjum og óbrjótanlegum siðareglum. Á ári hverju ver ég miklum hluta sum- arleyfis míns til að horfa á máfana. — Klukkustundum saman get ég setið og fylgzt með þeim, þar sem þeir fljúga um undir heiðbláum hinmi og fyila loftið hás- um skrækjum sínum, ellegar þeir svífa til hafs, þöndum vængjum, og steypa sér eldingarsnöggt niður eftir ætinu í sjónum. En þessir flugmeistarar eru ekki augna- yndi einvörðungu — þeir eru ekki síður æsilegt rannsóknarefni fyrir þá, sem áhuga hafa á lífsvenjum fugla yfirleitt. Því að enginn fugl í víðri veröld lifir jafn marg- slungnu lífi og máfurinn. Sérhver máfur — jafnvel staki máfur- inn, sem húkir efst á siglutré skipsins, rétt eins og hver hinna sem fyllir ótölugrúann við strendurnar — er meðlimur í litlum og sérstæðum hópi. Þessi hóptilvera máfanna hefst á vori hverju, þegar fuglarnir leita til varplanda sinna eftir langferðir vetrar- ins og taka sér ból nálægt sjávarklettum og fjörusandi. Oft má sjá hópinn — einatt samsettan af hundruðum fugla — hnita dögum saman 'nringa yfir klettóttri strönd- inni, þar sem þeir sjálfir sáu fyrst dagsins Ijós í öndverðu. En skyndilega lækkar fuglagerið flugið einn góðan veðurdag og sezt, eins og samkvæmt skipun, og eftir litla stund er ólögulegur hópurinn orðinn að stranglega skipulögðu samfélagi. Þannig sá ég dag nokkurn í marz slíkan máfahóp setjast á litla eyju nálægt strönd- inni. Sperrtum vængjum lækkuðu þeir flugið eins og fallhlífarhermenn yfir strönd- inni, og þegar hópurinn leytist sundur, tók ég eftir því, að hann hafði skipt sér í smærri heildir með 40—50 fuglum í hverri og á nákvæmlega afmarkaða staði. Máfahópar af þessu tagi eru ærið skipu- leg samfélög, með foringja, eldri og virðu- legri stjórnarmeðlimum, fjölda yngri og framgjarna einstaklinga — auk nokkurra olnbogabarna, sem öllum leyfist að stjaka við. Máfar eru einkvænisfuglar, og þegar tveir hafa fundið hvor annan, halda þeir tryggðir árum saman, unz dauðinn að- skilur þá. Fyrir ungmáfinn er hópur sá sem hann hefur alizt upp í, fyrst og fremst félagslegur vettvangur, þar sem hann get- ur haft samneyti við aðra jafnaldra sína og fundið sér makaefni. Ástarleikir máf- anna er þó bundnir vissum reglum og þeim allströngum, rétt eins og hvað annað í lífsvenjum þeirra. Eitt sinn varð ég vitni að máfatrúlofun á lítilli eyju. Ungur karlfugl sat á háum kletti og horfði til hafs, þegar ungur kven- fugl nálgaðist — og það er venjulegast kvenfuglinn, sem stígur fyrsta skrefið í ástmálunum hjá máfum. Hún flaug einn hring umhverfis hann með teygðan háls

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.