Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 27
hugboð um, hvað í vændum var, eða haft tíma til að hugsa sig um-----“ Hann þagn- aði, og dr. Norman kinkaði hægt kolli. „Það, að þér búið í London, en Margie hér í Sturton, gerir þetta samt auðveldara fyrir alla aðila.“ „Já,“ svaraði Alek, og bætti við með meira sjálfsöryggi en fyrr: „Ég býst við, að yður sé óhætt að leggja málefni dóttur yðar í mínar hendur fyrst um sinn, herra Norman. Ég heiti yður því hátíðlega að það skal ekkert illt koma fyrir hana, og enginn skal fá leyfi til þess að ærumeiða hana.“ „Þakka yður fyrir það,“ svaraði dr. Norman alvarlegur. Engu að síður stundi hann þungan. Svo skrýtið sem það var, hafði hann ekki hugsað út í það, að neitt illt gæti yfirleitt komið fyrir Margie, og æru hennar hafði hann svo til ekkert hugs- að um nánara. Hugsun hans hafði beinzt að öðru og erfiðara viðfangsefni. En ekki gat hann farið að láta ótta sinn í ljós á stað og stundu, enda voru dyrnar nú opn- aðar, og inn gekk Margie aftur. Þegar Margie hafði verið orðin ein, hafði henni skilizt, að því lengur sem hún væri burtu, þeim mun erfiðara væri að fást við ástandið eins og það var. Þess vegna kinkaði hún eins glaðlega kolli til Aleks og henni var unnt, um leið og hún sagði: „Ég fékk ekki einu sinni tækifæri til að þjóða þér góðan dag, þar sem þú brauzt svona allt í einu inn í samtalið milli mín og Dans. Ég verð að viðurkenna, að hann gerði mig svo æfa, að ég missti algerlega stjórn á mér. Maður segir heimskulegustu hluti, þegar maður er verulega reiður, er það ekki?“ Alek brosti sömuleiðis. „Ég get ekki sagt annað en að það snart mig djúpt, hvað þú tókst málsstað minn, — en annars var ég kominn hingað til að sækja þig í ökuferð." Dr. Norman skildi, að þessi létti tónn breiddi yfir eitthvað, sem erfitt var að segja. „Var nú Dan eitthvað erfiður rétt einu sinni? Það er eins og sá piltur njóti sín ekki nema hann efni til uppistands. En nú er bezt þú hlaupir upp og takir með þér einhverja yfirhöfn, Margie. Ég er viss um, að þú hefur gott af því að fara í smá ökuferð núna.“ XIX. FERÐIN Þegar Margie kom niður stigann, tíu mínútum síðar, reiðubúin til að leggja af stað, var hún mjög rjóð í vöngum og fög- ur á að líta. Grænn kjóllinn og iitli hatt- urinn fóru henni einkar vel. Hún hafði sett á sig dálítinn varalit — eða hafði Alek ekki sagt, að hann kynni vel að meta tízkukonur? — og yfir henni hvíldi ein- hver illa falin óró, sem gerði hana líflega í yfirbragði. Alek minntist aðeins á eitt atriði varð- andi orðaskipti þau, sem hann hafði fyrir skömmu orðið áheyrandi að. Hann sagði: „Þú stóðst þig alveg prýðisvel, þegar þú lékst kómedíuna frammi fyrir Lester — Margie. Ég hafði ekki minnstu hugmynd um, að þú gætir verið þetta góður leik- ari.“ Hún hló glaðlega. „Það hafði ég heldur enga hugmynd um sjálf. Hann hélt áfram að staðhæfa, að trúlofunin hlyti að vera tilbúningur, svo að ég —“ Hún þagnaði. „Þú neyddist til að sannfæra hann?“ sagði hann og bætti við þurrlega: „Ég skil.“ Hún gaf honum rannsakandi auga. — Hafði verið kaldhæðnishreimur í rödd hans núna? Þau snæddu morgunverð að Hótel Shakespeare, og hún tók eftir þvi, að jafnvel hér þar sem enginn kannaðist við hann, var komið fram við hann með ýtr- ustu kurteisi og virðingu. Hún gat ekki stillt sig um að segja: „Hvernig ferðu eig- inlega að þessu? Stendur einhver leyni- leg galdraforskrift á bak við það?“ Hann hló. „Skil það ekki. Ég reyni ekk- ert til þess.“ Hún hugsaði sig um andartak. Svo sagði hún: „Ég býst við því, að sumt fólk sé fætt þannig. Það er hæfileiki, rétt eins og — eins og að kunna að mála og syngja. HEIMILISBLAÐIÐ 27

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.