Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 12
Loks rann upp dagurinn, þegar ökupróf- ið átti að fara fram. Það voru nokkrir aðrir, auk Eliane, sem áttu líka að taka prófið, og hún beið þess, titrandi af tauga- óstyrk, að röðin kæmi að sér. Svo sat próf- dómarinn við hliðina á henni. Hún gaut hornauga upp til hans. Hann var hár vexti, með alvarlegt, nær því kaldranalegt andlit. Nei, það var vist ekki umburðarlyndis að vænta frá honum. „Viljið þér setja í gang, frú, beint áfram. Þökk fyrir. Beygið til vinstri." Henni tókst til allrar hamingju að setja óaðfinnanlega í gang, og hún komst áfram. Það virtist ganga betur en hún hafði búizt við. En svo var það, að mannhrakið við hliðina á henni skipaði henni að aka niður á mikla umferðargötu. Það tókst. . . . þó að hún væri nokkuð taugaóstyrk. Þegar hún ætlaði að fara fram hjá mjórri hliðar- götu, gekk maður nokkur á ská beint út á götuna. Hann gekk án þess að líta til hægri eða vinstri, eins og hann væri eini maðurinn á jörðinni. Nú sneri hann við höfðinu.... sannarlega.... vildi ekki svo hrapallega til, að þetta var Pierre Durand. Hún þekkti hann strax á mikla, ljósa yfir- skegginu. Hvað skyldi hafa farið fram í heila þessa nýbakaða ökumanns á þessu andartaki? Það er ekki gott að vita. Hún ætlaði að beygja til hliðar, bíllinn tók kipp, og fát kom á hana. Hún steig benzíngjafann í botn í stað þess að stíga á hemilinn, bíll- inn hentist áfram, prófdómarinn greip í stýrið, en of seint. Aurbrettið hitti Dur- and og þeytti honum á grúfu eftir mal- bikinu, og þar lá hann meðvitundarlaus í blóði sínu. Fólk þyrptist saman utan um manninn, sem orðið hafði fyrir slysinu, og nokkrir menn báru hann inn í næstu búð. Eliane sat alveg eins og steingervingur. Þegar lögregluþjónninn kom til þess að fá nafn hennar og heimilisfang, svaraði hún svo slitrótt, að prófdómarinn varð að svara fyrir hana. Hann settist því næst við stýrið og ók henni heim. Að því búnu var sent eftir Claude. Hún sagði grátandi og viti sínu fjær frá öllu saman. Veslings Eliane litla! Hún hafði ekki hugsað sér að koma honum á óvart á þennan hátt. Eliane fannst næstu dagar vera óendan- legir og skeifilegir, og þegar fréttirnar um andlát Durands bárust, fannst henni eins og allt hryndi fyrir sér.------ Hálfu ári síðar var Claude hækkaður upp og gerður að skrifstofustjóra. Hann lærði að aka bíl, en hann gat ekki fengið Eliane til þess að setjast upp í vagninn. „Ó, Claude,“ muldraði hún hrygg, „seldu þennan bíl aftur. Ég get ekki hugsað mér að aka í honum. f hvert skipti sem ég reyni að venja mig við hugsunina um það, sé ég veslings Durand fyrir mér, þar sem hann lá þarna á malbikaðri götunni með blóðlitað yfirskeggið.“ Borgarstjórn Parísar hefur lát- ið byggja þessa nýju loftbraut milli borgarhlutanna Caren- tou og Creteil. Vagnarnir fara með 100 km hraða á klukku- stund. Mvndin er tekin, þegar Eliza- beth Englandsdrottning heim- sótti landbúnaðarsýningu í Lundúnum. Kvigan, sem hún er að skoða er af Hereford- kyni. 12 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.