Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 39

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 39
Aldrei fáum við húsmæðurnar nóg af skápunum og oft erum við í vandræðum með ryksuguna, strauborðið o. fl. af því tagi. Hér er mynd af sérstaklega hentug- um kústaskáp, hann er frábrugðinn flest- um kústaskápum að því leyti að hann er grynnri en talsvert breiðari og þess vegna mjög auðvelt að hafa allt í röð og reglu. Þar að auki er óvenju mikið af góðum skúffum fyrir klúta, skóbursta o. fl., og efst í honum til vinstri er lítill læstur skáp- ur fyrir ýmislegt, sem ekki má liggja á glámbekk. Og svo er hér mynd af öðrum mjög þörfum hlut fyrir mæður með ungabörn. Það er grindin, sem hægt er að setja yfir baðkarið og festa litla baðkarið á. Þegar maður sér þetta, furðar maður sig á að ekki skuli vera búið að finna þetta upp fyrir löngu. Mér er ekki kunnugt um að þessi grind sé til á íslandi og nú vona ég bara að einhverjum handlægnum manni, sem sér þessa mynd, detti í hug að fram- leiða hana hér. Hér er svo mynd af skemmti- legu borði, sem er eiginlega tvö borð. Borðstofuborð, en svo má snúa því við og þá er komið ágætt spilaborð með filti. Er þetta ekki góð hugmynd fyrir hina spilaglöðu? HEIMILISBLAÐIÐ 39

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.