Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Síða 42

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Síða 42
Það er sannkallað haustveður með rigningu og kulda. „Æ, en hvað það er andstj'ggilegt", umlar Palli, „má ég heldur biðja um sól og hita“. „Oh, það getum við sjálfir útbúið", segir Kalli kot- roskinn. „Komdu með inn og þá skulum við sjá til!“ -— Og bangsarnir eiga annrikt. Þeir klæða hurðir og glugga með pappír, og á eftir mála þeir svignandi pálma, blóm og sólskin á veggina. Strá siðan sandi á gólfið, fá sér svalan appel- sínusafa og kynda ofninn vel. „Er þet.ta ekki dá- samlegt?" spurði Kalli ánægður. „Dásamlegt!" andvarpar Palli ánægjulega — þangað til regnið byrjar að leka niður um þakið, sem er óþétt. „Við getum nú ekki fiúið haustið!" muldra bangsarnir litlu vonsviknir og draga fram regnhlífarnar sínar. Palli skemmtir sér konunglega við að renna sér niður stigahandriðið. Hann hefur sett púða fyrir framan stigann, svo að hann geti lent þægilega. „Nei, nú finnst mér þú ganga of langt í leikn- um“, segir Kalli reiðilega. „Þetta er ^nýi sófa- púðinn okkar og hann færðu ekki að eyðileggja!" „Lánaðu mér þá eitthvað annað í staðinn", svar- aði Palli fljótt. „Það skal ég vist gera“, muldraði Kalli íbygginn. Hann fór út í eldhúsið og sótti fullan vatnsbala, og þegar Palli kom næst þjót- andi niður handriðið, kvað við „plask“! — Kalla til mikillar ánægju, en Palli haíði víst ekki eins gaman af þessu spaugi.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.