Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 8
un í byggingaráætlun. En í þessa banka- byggingu voru pöntuð meira en 1.500.000 kíló. Enn fremur hafa verið notuð meira en 2.250.000 kíló í útveggi hinna ýmsu bygginga nýs amerísks flughersskóla í Co- lorado Springs! Hin skyndilega þróun alúminbyggingar- aðferðar við smíði einbýlishúsa í Ameríku er athyglisverð. Árið 1958 töldust alúmín- þiljuð einbýlishús vera tæplega 500, en árið 1959 voru þau þegar orðin 11.000! — Aukningin hófst í janúar 1959, þegar stórt byggingarfélag bauðst til þess að hafa út- veggi, þakrennur og skreytingar á nokkr- um hluta tilbúinna húsa sinna úr alúmíni. Af þeim 25.000 uppsetningarhúsum, sem verksmiðjan seldi árið 1959, voru 9.500 af þessari nýju gerð. Áætlað var, að 1960 mundi sá hluti aukast um helming. Kaupandinn er hrifinn af því, hve við- haldskostnaðurinn er lítill. Það þarf ekki að mála húsin að nýju fyrr en eftir átta til tíu ár, því að Du-Pont-verksmiðjurnar hafa framleitt nýja tegund af mattri gljá- málningu, sem er brennd á alúmínplöt- urnar strax í verksmiðjunni. Húsin virðast í f jarska vera byggð úr timbri. Er ég heim- sótti nýbyggt hverfi voru mér sýnd fjög- ur einbýlishús. Ég átti að gizka á, hvert þeirra væri á alúmíni. Ég gat það ekki. Orsökin til þess, að eftirspurnin eftir þessu smíðaefni eykst æ meir, er sú, hve unnt er að nota það á margbreytilegan hátt og stöðugt koma fram nýjar málm- blandanir og nýjar framleiðsluaðferðir, sem miða að því að hagnýta til hlítar alla þá eiginleika, sem í því eru fólgnir. Alúmín er framúrskarandi góður hita- og straum- leiðari, endurvarpar ljós- og hitageislum vel, myndar enga neista, þótt slegið sé á það, tærist ekki, er ekki segulmagnað né eitrað. Það má sjöfalda hörku þess með málmblöndun og hitameðferð. Það er hægt að nota allar venjulegar aðferðir málmiðn- aðarins við smíðar úr því, það er að segja steypa úr því, pressa það, hamra, teygja og fletja það út svo þunnt, að það nær ekki styrkleika blaðapappírs, fyrr en tíu þynn- ur hafa verið lagðar hver ofan á aðra: menn kannast við slíkar alúmínþynnur, t. d. úr vindlingapökkum. Alúmín myndar um einn tólfta hluta hinnar föstu jarðskorpu. Það er aðeins til í sambandi við önnur efni, meðal annars í leirjarðarefninu Cauxit (eitt af fyrstu jarðlögum þessa efnis fannst við bórgina Les Baux í Suður-Frakklandi). Með því að brjóta, mala og brenna Cauxitið með alls konar efnafræðilegum blöndunum verður það loks að hreinni leirjörð, hvítu dufti, líku sykri, úr því er svo unninn málmurinn alúmín með rafvökvaupplausn. Fyrsta framleiðslan á hreinu alúmíni heppnaðist hinum fræga danska eðlisfræð- ingi, örsted, árið 1825, í rannsóknarstofu, þó var málmurinn áratugum saman eftir það mjög dýr og sjaldgæfur. Napóleon III. lét setja mataráhöld úr alúmíni hjá tign- um vildargestum, sem neyttu matar hjá honum. Hinir fengu aðeins gull- og silfur- áhöld. Áður en 23 sentimetra hár alúmín- toppur var settur á steinsúlu Washington- minnismerkisins, árið 1884, í höfuðborg Bandaríkjanna, var hann hafður til sýnis í einni af glæsilegustu skartgripaverzlun New York-borgar. Nokkrum mánuðum síðar útbjó 22 ára gamall stúdent, Charles Martin Hall, sér rannsóknarstofu í eldiviðarskúr á bak við hús föður síns, eftir að hafa árangurslaust leitað sér að stöðu. Hann ætlaði að finna leið til þess að framleiða alúmín með ódýr- um hætti. Eftir að hann hafði smíðað sér alls konar áhöld, keypti hann notaðan benzínofn með einum loga og fékk lánað- ar nokkrar rafhlöður hjá háskólaprófessor einum. 23. febrúar 1886 vann hann alúmín með því að leysa leirjörð sundur í brædd- um kryolith og senda rafstrauma í gegn- um upplausnina. Þessi aðferð er notuð enn í dag með nokkrum breytingum og fágun. Ungur Frakki, Paul Héroult, komst sam- tímis að sömu uppgötvun án nokkurs sam- bands við Hall. Þeir fréttu fyrst hvor um annan, þegar þeir tilkynntu einkaleyfi sín. Hall fékk einkaleyfi í Ameríku, Héroult í Frakklandi og nokkrum öðrum ríkjum í Evrópu. Þá lækkaði verðið á alúmíni á sjö árum úr 24,50 niður í 1,25 dollara hvert kíló. Leiðin til stóriðnaðar var frjáls. 8 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.