Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Side 35

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Side 35
ísmeygileg og bljúg, að það var eins og hún væri að því komin að bresta. Hann vætti varirnar. „Það gleður mig,“ sagði hann. „Hvað viltu fá, Dolly?“ „Einn viský, þakka þér fyrir. Öbland- aðan,“ svaraði hún. „Ég vona, að þú sért því ekki mótfallinn þótt ég segi það, — en ég þarfnast þessa sannarlega, Alek.“ „En þú, Margie?“ spurði hann, án þess að líta á hana. „Þú vilt glas af sérrí, er það ekki?“ „Nei, þakka þér fyrir, Alek. Ég held ég kjósi líka einn viskí. Með dálitlu sódavatni, — nei, Alek, þú mátt alls ekki hella of miklum sóda út í!“ Alek leit upp og starði á hana. f annað skipti hvarflaði að honum, að hún hlyti að vera búin að tapa sér. En hún leit ofur- rólega og eðlilega út. Hún brosti jafnvel til hans, opnu og vingjarnlegu brosi. Hún hafði enga hugmynd um það, hvern- ig viský — sem hún hafði aldrei áður bragðað — myndi orka á hana, en henni var líka alveg sama um það. — Það eina sem hún hafði áhuga á, var sú hugmynd hennar að setja duglega ofan í við þessa óhugnanlegu kvenpersónu, sem hafði látið sem hún ætti Alek með húð og hári; og svo var henni að sjálfsögðu ofarlega í huga að sýna Alek, að hún væri engan veginn það litla flón, sem hann hafði jafnan álitið hana vera, „Unnusta þín hefur verið fram úr máta skemmtileg í viðkynningu," sagði Dolly, þegar Alek hellti í glas hennar aftur. „Hún hefur sagt mér, að hún ætli sér að fyrir- gefa þér allar smáyfirsjónir þínar og alls ekki taka það nærri sér, þótt þú gefir kvenfólki undir fótinn — til dæmis mér. — Það var svo fallegt af þér að skrifa henni allt um mig, Alek, og ég hef kunnað að meta það núna, eftir að við höfum hitzt aftur; það er lika miklu auðveldara og létt- ara að bera fyrir okkur bæði.“ Hvert orð féll' sem eiturdropi af vörum hennar, og Alek skildi hvað hún var að fara. Hvað í ósköpunum hafði Margie eiginlega sagt við hana? Hann gaf henni miður vingjarnlegt auga, en hún endurgalt það aðeins með sama elskulega brosinu. Skyndilega fór hann að hugsa um það, hversu undarlega tilfinningum hans var háttað í garð Margiear. Þegar hann var í London en hún heima í Sturton, var hún miklu oftar í huga hans en hann sjálfur vildi með góðu móti viðurkenna. Það var til að hrekja þær hugsanir á brott, að hann hafði lagt sig eftir félagsskap Dollyar Har- ding. Hún var lífleg og skemmtileg, einmitt á þann hátt sem hann kaus. En nú, þegar Margie var komin hingað í eigin persónu, voru tilfinningar hans í hennar garð allt annað en viðkvæmar. Hann hafði áður orðið uppnæmur hennar vegna, en aldrei á ævinni hafði hann orðið eins illa upp- næmur eða reiður út í nokkurn eins og hann var út í hana, nú á þessari stundu. „Það er svo gaman að sjá og heyra, að þú og unnusta þín skiljið hvort annað svona vel,“ hélt Dolly áfram eftir stutta þögn, en hvomgt hinna lét í ljós neina löngun til að segja neitt. „Hún hefur líka sagt mér, að „vinátta" þín og mín hafi komið í veg fyrir, að þú værir of einmana í fjarveru hennar. Að sjálfsögðu gleður það mig mikið að hafa getað gert ykkur báðum greiða á þann hátt. Ég vona bara, að mað- urinn minn hafi sömu afstöðu til þess sam- bands, sem verið hefur okkar í millum, og unnusta þín virðist hafa, Alek.“ Hann leit á hana undrandi. „Maðurinn þinn?“ endurtók hann. „Já, maðurinn minn,“ sagði Dolly með áherzlu. „Það er auðsjáanlega mjög hugul- söm og vingjarnleg sál, sem hefur sent hon- um símskeyti um mig og þig. Ég var að fá þær fréttir, að hann væri á leiðinni heim til Englands —“ „Nei, en gaman —!“ tísti í Margie. „Þá nær hann máski heim í tæka tíð til að vera viðstaddur brúðkaup okkar Aleks.“ En þetta var meira en Dolly þoldi. Svo miklu meira. Hún snöggleit við og starði á ungu stúlkuna. „Eruð þér hreinn fáviti?“ hvæsti hún. „Hafið þér ekki skilið orð af því, sem ég hef reynt að koma yður í skiln- ing um? Þessi elskulegi unnusti yðar hefur ekki aðeins gefið mér undir fótinn, heldur gengið eins langt og hægt er. Hann hefur látið mig halda, að honum væri alvara með HEIMILISBLAÐIÐ 35

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.