Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Page 24

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Page 24
AF HEILUM HUG Eftir JENNYFER GRAYSON Hann hló aftur sínum lága, sérkennilega hlátri, sem hún þekkti svo vei; en í þetta sinn var einhver gælutónn í honum. „Gott og vel, það var litli siðapostulinn í þér, sem gaf mér þetta svar. Ef þú hefðir fylgt þínu eigin eðlilega hugboði------“ Hann hætti við allar frekari umræður, laut hægt að henni — og kyssti hana. Áður þegar slíkt hafði komið fyrir, hafði hún endurgoldið koss hans. En nú hratt hún upp bíldyrunum og hljóp út. Hann fór á eftir henni og náði henni. „Við sjáumst á rnorgun," sagði hann. „Ég kem og sæki þig og fer með þig í ökuferð." „Nei, takk fyrir.“ „Vertu nú ekki kjáni. Ég hélt við værum ásátt um, að leiknum skyldi haldið áfram fyrst um sinn? Ég get beinlínis ekki snúið við til London þegar í stað, eins og komið er. Það myndi iíta hlægilega út. Og á með- an ég dvelst hér, verðum við að hittast. Annars fer fólk strax að stinga saman nefjum. Geturðu ekki séð, að ég hef á réttu að standa?“ „Jú — þú hefur víst rétt fyrir þér,“ svaraði hún hægt og gekk inn án þess að líta við. Dr. Norman var kominn heim fyrir langalöngu og var í miklu uppnámi. Hann hafði verið vottur að því óhugnanlega at- viki, sem átt hafði sér stað í danssalnum, en einmitt í því sem hann hafði ætlað sér að ganga á milli þeirra hafði Alek gripið inn í og lýst þvi yfir, að hann og Margie væru trúlofuð. Þegar hann heyrði Margie koma, kallaði hann á hana, lágt og á nærfærinn hátt. Hún andvarpaði þungan og gekk inn til hans. „Veslings stúlkan mín,“ sagði hann. — „Vesiings litla stúlkan mín.“ „Ó, pabbi!“ 1 næstu andrá grét hún uppi við öxl hans. „Svona, svona!“ Hann ræskti sig kirfi- lega og hóstaði nokkrum sinnum. örstuttu síðar sagði hann: „Þú ert ekki trúlofuð honum, er það, Margie?“ Hún hristi höfuðið og reyndi að stilla sig. „Nei, pabbi.“ Hann sagði, eins blíðlega og hann gat: „Þetta er nú meiri uppsteyturinn eða hvað finnst þér? Hvað skyldi koma fyrir næst?“ „Við Alek höfum orðið ásátt um að láta sem sVo fyrst um sinn, að við séum trú- lofuð — með — með tilliti til fólksins hér. í bænum. Strax og hægt er segi ég upp trú- iofuninni." Rödd hennar var merkilega blæbrigðalaus. „Það er enginn skaði skeð- ur, þótt maður grípi til slíks.“ „Nei,“ samsinnti hann eins samúðarríkt og hann gat. „Það er enginn skaði skeður.“ En hann var samt ekki eins viss um það, er hann tók eftir því, hversu raunamædd hún var á svip. Óróleiki hans var svo megn, að hann varð að fá útrás. 1 gamansömum tón, sem hljómaði nokkuð annarlega eins og á stóð, bætti hann við: „Þú hefur þó ekki í hyggju. að verða raunverulega ástfangin af honum, ef mér leyfist að spyrja?" Hún hrökk við, eins og hleypt hefði ver- ið af byssu við eyrað á henni. Hún varð jafnvel enn fölari en hún hafði áður verið, en síðan stokkroðnaði hún. Þegar hún loks- ins svaraði, var rödd hennar lág og óörugg: „Pappi! Hvernig geturðu spurt svona kjánalega! Það — það er alls ekki um neitt slíkt að ræða. Hann — hann elskar 24 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.