Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 29
henni skyndilega allt vera grátt og ömur- legt. Hún fylgdi honum til dyra. Frammi við dyrnar, sagði hann: „I kvöld hef ég komizt að þeirri ákveðnu niðurstöðu, að morð eru ekki aðeins fyrir- gefanleg — nei, þær stundir renna upp, að smávegis morð hlýtur að skoðast sem virð- ingarverður gerningur.“ ,,Já, majórinn var ekki beinlínis það, sem maður kallar háttprúður eða nærgæt- inn,“ svaraði Margie. „Háttprúður! Þetta var grímulaus hern- aðarandi, Að skjóta með fallbyssum, svo að drunurnar kveði við, — og halda svo þar að auki að maður hafi gert veröldina eitthvað skemmtilegri fyrir annað fólk til að lifa í!“ Hún brast í hlátur, og eftir andartaks- stund gat hann ekki stillt sig um að hlæja líka. „Jæja, en ég verð að koma mér af stað,“ sagði hann að lokum. Þegar Alek ók af stað, varð honum óð- ara ljóst, að hann hafði misst alla löngun til að hverfa aftur til London. Einmitt sama tilfinningin gerði honum jafnframt Ijóst, að það var nauðsynlegt, að hann hyrfi burt frá Sturton. ,,Ef ég verð hér öllu lengur, endar það með því, að ég verð bæði hjartameyr og veiklyndur," sagði hann við sjálfan sig. „Eftir þrjá eða fjóra mánuði getur hún slitið trúlofuninni, án þess það veki mikla athygli, og það er svo sem engin ástæða til að hitta hana aftur á meðan það millibilsástand er að líða hjá; ég get jafnvel komizt algerlega hjá því að verða yfirleitt á vegi hennar." En Margie, sem stóð kyrr hjá innkeyrsl- unni og horfði á afturljós bifreiðarinnar fjarlægjast og smækka inn í myrkrið, unz þau hurfu til fulls, hún hafði allt öðruvísi ráðagerðir á prjónunum. Henni var sjálfri ekki fyllilega ljóst, hvenær hún hafði tekið þá ákvörðun að ferðast til London; en áður en vikan var liðin, sendi hún Mavis bréf: ,,....Ég hef hugsað mér að fara til London og reyna að fá þar eitthvað að gera. Geturðu ekki stungið upp á einhverju? Því miður er ég liklega ein af þessum gagnslausu vesalingum, sem ekki bera skynbragð á annað en að sjá um hús og heimili. En ég er reiðubúin að reyna hvað sem er. Ef þú gætir hjálpað mér við að sigrast á byrjunarörðugieikunum, myndi ég vera þér þakklát —“ Hún sagði Mavis ekkert frá „trúlofun“ sinni og Aleks. Henni fannst of erfitt að segja frá slíkum hlut í bréfi. Innst inni varð hún að bíta í það súra epli sannleikans: að löngun hennar til London stafaði einvörðungu af þránni eftir að hitta Alek. Hún ól veika von í brjósti um það, að sér myndi á einhvern hátt takast að hafa áhrif á hann — á þann hátt, sem öðrum konum haí'ði tekizt. Þegar hún væri sezt að í London, myndi hún gera allt, sem hún gæti til að sýnast dálítið veraldar- vön og í hófi glaðlynd. Hún ætlaði sér að rækta hjá sér þá eiginleika, sem hún vissi, að Alek kunni að meta í fari kvenna. XX. KITTEN LEYSIR FRÁ SKJÓÐUNNI Margie beið eftir svari frá Mavis full óþolinmæði. Henni fannst dagarnir aldrei ætla að líða, og það stoðaði ekki, þótt vor væri í lofti. Nei, hún varð vör við gróanda og líf í kring um sig. Einn morguninn varð hún fyrirvaralaust á vegi Kittenar. Það var ógerningur fyrir hana að komast hjá því að mæta henni með því að víkja úr vegi, því að þær hitt- ust einmitt í verzlunardyrum. Kitten gerði heldur ekkert til þess að víkja úr vegi, en virtist beinlínis njóta þess að hitta Margie. „Góðan dag,“ sagði hún, lágri en hörku- legri röddu og stóð kyrr fyrir framan Margie. „Góðan dag, Kitten,“ sagði Margie kulda- lega og gerði tilraun til að komast fram- hjá henni. En Kitten hreyfði sig ekki úr stað, og Margie varð að stanza þar sem hún var komin. „Þú heldur máski að ég hafi hugsað mér að biðja þig afsökunar á þessum kinn- hesti, sem ég gaf þér?“ sagði Kitten. „En HEIMILISBLAÐIÐ 29

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.