Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 28
— Hefurðu aldrei hugsað út í, hve merki- legt það er að sumir geta haft svo sterk áhrif á aðra — jafnvel átt upphaf að því, að aðrir gerbreyta lífi sínu — að því er virðist án þess að gera nokkuð til þess að hafa slík áhrif?“ Hann lyfti brúnunum. „Er þér full al- vara?“ „Þú átt víst líka bágt með að þola al- varlegt kvenfólk, er það ekki?“ Nú var greinilegt, að hún gerði smávegis grín að honum. örlítill roði kom fram í vanga hans. „Þú hittir á auman blett, væna mín. Ég býst við því, að ég hafi sagt einum of mikið í gærkvöldi. Annars er ég ekki vanur því að halda fyrirlestra yfir kvenfólki — sízt af öllu, ef þær eru fallegar." „Finnst þér ég vera falleg?“ spurði hún forvitnislega. „Þú þreytist ekki á því að koma með beinar spurningar.“ Hún brosti. „Kannski er það einn af ágöllum mínum. En samt sem áður vil ég fá svar.“ Roðinn í andliti hans jókst örlítið. Það var engu líkara en hann væri orðinn reið- ur. „Víst ertu falleg,“ svaraði hann stutt- lega. „Og þú veizt það líka vel.“ „Það er undarlegt,“ sagði hún eins og hún væri að tauta við sjálfa sig, „að karl- menn vilja svo gjarnan slá konum gull- hamra. Og þó — ef maður biður þá um það, er eins og þeir ætli af göflunum að ganga.“ „Það lítur út fyrir, að þú vitir anzi mai’gt um karlmenn.“ „Hugsazt gæti, að ég væri ekki alveg eins mikið barn og þú heldur.“ Þegar hann gekk á eftir henni út úr yfirfylltum matsalnum, gat hann ekki var- izt þeirri tilhugsun, hvað hún hefði breytzt. Áður hafði honum þótt hún vera blíð, barnsleg og blátt áfram; einkar aðlaðandi. En nú var hann alls ekki eins viss um, að hún væri eins einföld í sniðum. Hún hafði gefið honum smávegis nálax’stungur með- an á matnum stóð. Hann minntist þess einnig, hvei’su vel hún hafði varið hann gegn árásum Lesters. — Allt þetta hafði skyndilega fengið hann til að hætta að líta á hana sem ólífsreynt stúlkubarn, heldur þroskaða konu; fagra og lífsþyrsta konu. Þegar bíllinn nam aftur staðar fyrir ut- an hús dr. Normans, sagði Alek: „Ég neyð- ist til að fara aftur til L.ondon á moi’gun, Margie. Það eru ýmiskonar viðskipti, sem ég þarf að koma í ki’ing.“ Hún kinkaði aðeins kolli, án þess að segja nokkuð. Hún kom bókstaflega engu hljóði upp, — þvi að henni datt ekkert í hug annað en orðin: „Nei, það máttu ekki gera; þú mátt ekki fara!“ — en þau orð mátti hún heldur ekki láta út úr sér. „Nú höfum við verið úti saman mestan hluta dagsins,“ sagði hann og varð skrýt- inn á svip. „Og hagað okkur nákvæmlega eins og nýtrúlofuð. Nú ættum við að fara hvort til síns heima, ofur rólega. — En ég gæti ósköp vel hugsað mér að koma inn með þér og þiggja miðdegisverð, ef mér væri boðið.“ Kannski var það gott, að faðir Margiear hafði hitt gamlan vin sinn, Bampton majór, og boðið honum með sér heim í miðdegis- verð. Það, að ókunnugur maður var við- staddur, gerði kringumstæðurnar viðráðan- legri, enda þótt gamli majórinn væri fram úr máta rómantískur. Engin sjón fannst honum jafn fögur og „ung ást í einum rósahnappi“ eins og hann orðaði það. — Hann var óþreytandi við að smástríða Alek og Margie á þann hátt, sem honum þótti vera saklaus fyndni, en var honum þó í rauninni jafn erfið og fyrir fíl að stíga með fótinn ofan í fiskaker. Margie sá, að Alek kveinkaði sér í hljóði undan skírskotunum majórsins, og þau augnablik komu, að hún iðaði af meinfýsni og reyndi að koma majórnum til aðstoðar, svo að ertni hans gæti hitt sem bezt í mark. En einnig og engu síður komu fyrir þau augna- blik, að hún kenndi í brjósti um Alek og reyndi að koma honum til hjálpar án þess hann tæki eftir því. Hún skemmti sér stór- kostlega. Henni var sjálfri ekki Ijóst, hve vel hún skemmti sér, fyrr en Alek stóð á fætur og sagði: „Jæja, ég verð víst að hugsa um að koma mér af stað.“ Þá fannst 28 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.