Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1966, Síða 13

Heimilisblaðið - 01.01.1966, Síða 13
Einbúinn Eftir Anders Finsing. Rasmus gamli Anton bjó niðri við mýr- ina, aleinn í litlu múrgrindahúsi með reyr- þaki. Hann var fráhrindandi í útliti. Hann var haltur, með langt, ósiétt nef, hvítt, úfið skegg og hafði alltaf svarta kollhúfu á höfðinu. Það var ekki unnt að sanna, að mýrar- karlinn hafði nokkru sinni valdið slysi eða tjóni. En flestir á Eikarey voru samt hræddir við hann — bæði börn og full- orðnir. Rasmus Anton gaf sig aldrei á tal við neinn, tók ekki þátt í veizlum og manna- mótum og sté aldrei fæti sínum í kirkju. Það var sagt, að hann stæði í sambandi við yfirnáttúriegar verur og að kynlegir hlut- ir gerðust í húsinu við mýrina á dimmum óveðursnóttum, þegar stormurinn kom æð- andi utan af hafinu og skall yfir litlu eyna. Á þeim tíma, þegar Rasmus gamli ein- búi bjó í mýrarhúsinu, var Eikarey svo langt fyrir utan lög og rétt, að hrepp- stjórinn hafði, á eigin ábyrgð, látið útbúa fangageymslu í einu. horninu í fjósinu sínu og hafði á hendi bæði embætti lögreglu- stjóra, dómara og fangavarðar. Jacob Stenager hreppstjóri var sterkur maður og hélt uppi strangri réttvísi. Ef til áfloga kom milli fiskimannanna við sam- drykkju, gekk hann einn síns liðs inn í áflogaþvöguna, þreif í sinn áflogahund með hvorri risahendi sinni, lamdi ófriðar- seggjunum saman nokkrum sinnum, og dró þá síðan til dýflissu sinnar. Þar lét hann þá sitja nokkra daga. Þeir fengu engan mat þann tíma — aðeins vatnssopa á morgnana og á kvöldin. En hreppstjór- inn fór einu sinni á dag inn í fangageymsl- una og barði þá. Þessi aðferð hafði sef- andi áhrif á þá, sem ódælir voru af íbú- um eyjarinnar. Hreppstjórinn óttaðist aðeins einn mann, Rasmus Anton frá mýrarhúsinu. Og þessi ótti vakti hatur í huga hans. Það varð smám saman aðalósk hans og markmið að koma Rasmus í fangelsið — en ekkert tækifæri hafði gefizt hingað til. Og ef Jacob Stenger átti að vera alveg heiðarlegur gagnvart sjálfum sér, var hann ekki einu sinni viss um, að hann mundi hafa kjark til þess á úrslitastundinni að draga gamla, halta manninn í dýflissuna. Beygur hreppstjórans við myrkraöflin var í bráðina svo mikill, að hann gætti þess ávallt — eins og allir aðrir menn á Eikar- ey — að komast vinstra megin fram hjá Rasmus Anton, ef hann mætti honum. Tækist það ekki, var það ólánsmerki. Þegar því Sören Prikkelsen þakmaður gat sagt frá því einn daginn, að Jens Nord frá Norðurmörk hefði, að morgni þessa sama dags, brotið þessi óskráðu lög á leið til strandarinnar, fengu margir ill hugboð. Og þegar það kvisaðist skömmu síðar, að Rasmus Anton hefði siglt út á fiskiveiðar í kjölfar bátsins frá Norðurmörk, sáu eyj- arskeggjar það fyrir, að illir atburðir væru í vændum. Klukkutíma eftir að bátar Jens Nords og Rasmus Antons höfðu siglt til hafs, fór að hvessa. Og síðari hluta dags óx storm- urinn og varð að rjúkandi fárviðri. Sonur Jens Nords, Jörgen, 13 ára gam- all, sem var vinnupiltur á einum búgarð- anna, sneri heim um kvöldið til Norður- merkur. Hann fann móður sína, Ellen Kirstine, uppi á lofti, en þaðan hafði hún útsýni yfir hafið úr vestari gaflglugganum. „Pabbi þinn er ekki kominn aftur“, sagði hún. „Það var einn bátur að koma að rétt í þessu — en það var bátur mýrarkarls- ins“. Ellen Kirstine var utan við sig af ótta. 1 hvert sinn sem ofviðrið þaut ýlfrandi HEIMILISBLAÐIÐ 13

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.