Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1969, Side 22

Heimilisblaðið - 01.03.1969, Side 22
Mágkona hans Eftir ALEX STUART Jill fannst þeir liafa slæm áhrif á sig og leit brát tundan, en rak þá augun í stórt bjarndýr, sem hélt á trumbu í kjaftinum, fetri í rauða snóru, en hafði kjuðann í ann- arri loppunni, eins og það væri reiðuhúið að slá í trumbuna á hverri stundu. Hún var að virða þennan bangsa fyrir sér, þegar Ninian kom aftur. „Fyrirgefðu,“ sagði liann og lagði hönd- ina létilega á öxl hennar. „Ég veit þú vilt geta þvegið þér áður en við setjumst að matnum. Yeslings Cathie — hún hefur víst meitt sig meira en hún hélt í fyrstu, svo ég varð að láta Espeth fylgja henni í rúmið. Ég sé annars að þú ert undrandi yfir bangs- anum okkar með bjölluna. Hann er búinn að vera hér í eilífðartíma; afi gamli lagði hann til — þetta átti að prýða húsið. Við Andrew kölluðum hann Alfred.“ „Hann er dálítið ógnvekjandi,“ sagði Jill. „Skaut afi þinn lílca tígrisdýrið ?“ „Georg?“ Ninian brosti nú enn breiðara en fyrr. „Já, satt að segja, þá gerði hann það. Afi var mikil skytta á sinni tíð, býst ég við. Það segir amma að minnsta kosti, og hún vill ekki láta flytja þessi dýr í burtu, enda þótt Cathie finnist þau hræðileg. Ég veit það ekki, en ég geri ráð fyrir að maður venjist þeim — og að þau eigi heima í svona umhverfi, eða hvað finnst þér? Ég myndi áreiðanlega sakna bæði Alfreds og Georges, ef þeir væru ekki lengur á sínum vanastað. En — snúum okkur aftur að snyrtingunni. Heldurðu, að þú finnir snyrtiherbergið niðri? Ég var að hugsa um að taka þig með til herbergis Cathie, en ég er ekki enn orð- inn svo kunnugur hér, að ég viti vel hvar það er.“ „Sama er mér,“ svaraði Jill, „bara ef ég get fengið lyktina af laxinum burt af hönd- unum og lagað til á mér hárið. Ég vil ekki, að amma þín fái ranga hugmynd um mig.“ „Yertu ekkert hrædd um það,“ svaraði Ninian. „Það gleður hana bara að fá veiði- mann í fjölskylduna.“ Hann opnaði dymar að fatageymslu og snyrtingu til að hleypa henni inn. „Veiztu það,“ sagði hann lágt, „að mér finnst þú alveg ljómandi eins og þú ert — með hárið í óreiðu.“ „Ekki finnst mér það,“ svaraði Jill. „Svo ef þú vilt hafa mig afsakaða — við erum áreiðanlega orðin of sein.“ Hún flýtti sér inn. Það var engin ástæða til að láta í ljós, að í rauninni var híin særð vegna framkomu hans, og vegna meiningar- lausra gullhamranna. Hélt han, að hún væri blind — og heyrnarlaus ? ímyndaði hann sér andartak, að hún skynjaði ekki hverjar tilfinningar hann bar enn til Cathrine? Hún þvoði sér, greiddi hár sitt og snyrti andlitið eins vel og hún gat. Síðan fór hún úr síðbrókunum og í pils. Bjallan kvað við í því sem hún gekk fram aftur, og grann- vaxinn roskin kona fylgdi henni til stofu. Þegar inn kom sá Jill, að öll fjölskyldan beið hennar. Ninian, sem einnig hafði skipt um föt, reis á fætur og gekk til móts við hana. Hann tók undir hönd henni, rétt eins og það væri eðli- legasti hlutur í heimi, og leiddi hana til hóps- ins sem sat þar við arininn. „Amma mín,“ sagði hann, og ef Jill hefði ekki vitað það, þá hefði hún fundið það nú, að það var hreykni í rödd hans. „Kæra amma mín, hér er Jill Arden.“ Yirðuleg, hvíthærð og gömul kona leit til Jill, mjög hægt, og rétti fram hringum prýdda hönd, ofur settlega. Til hliðar við hana sat Jocelyn og reyndi að hughreysta Jill með augnaráðinu, en Jill tók vart eftir henni. Hún tók í magra hönd gömlu konunnar og leit eilítið skelfd í opin- ská, ljós augu hennar, sem ekki hvikuðu und- an. Henni fannst bæði Andrew og Ninian líkjast þessari konu; báðir voru þeir með þessi háu kinnbein, bláu augu, nef, og virðu- lega framkomu. En það var eitthvað mis- kunnarlaust í fari gömlu Lady Guise, sem HEIMILISBLAÐIP 66

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.