Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 10
einn galla. Hún er liræðilega afbrýðissöm. Eg veit ekkij hvað hún segir, þegar hún heyr- ir um þetta hérna, að ég hafi búið einn á eyðieyju ásamt ungri stúlkn. Það verður ef- laust erfitt fyrir mig að sannfæra hana um, að ég hafi ekki kært mig agnarneitt um þá stúlku —• það er að segja, þannig séð.“ Ilún sat stundarkorn án þess að segja nokk- uð, síðan sagði hún: „Hvað eigið þér við — þannig séð1“ „Eg á við sem konu, og' þér skiljið það.“ „Hvað var það sem þér sögðuð V ‘ spurði hún. „Hvernig komust þér að orði: Ekki agnarneitt? Var það þannig?“ Hann vaggaði höfðinu svolítið. „Nú, já, ég sagði það. En þér skuluð ekki taka það illa upp. Eg sagði það ekki til þess að móðga yður.“ „Nei, auðvitað,“ flýtti hún sér að segja. ,,Þér skuluð ekkert vera að afsaka það.“ En hún lá alla nóttina og velti fyrir sér því, sem sjómaðurinn hafði sagt. Iíún taut- aði fyrir munni sér. „Þú varst dauðhrædd um, að hann mundi gera þér eitthvað, og nú, þegar þú færð að vita af hans eigin vörum, að honum hefði aldrei getað dottið í hug að snerta þig, er ekki fjarri því, að þú sért svo- lítið móðguð við hann. Ilamingjan góða —“ Hún vaknaði næsta morgun við það, að sjómaðurinn kallaði til hennar inn í hellinn. „Þá er gufuskipið komið“. Iiún þaut út úr hellinum. Fyrir utan brim- garðinn lá skip með reykinn upp úr reyk- háfnum, og bátur var á leið til strandar þeim til björgunar. Iívað er fleira til frásagnar? Sjómaðurinn komst auðvitað heill á húfi heim til unnustu sinnar. Og stallsystir hans frá eynni, sú seni síðar varð d’Alincourt greifafrú, heillandi kona og í hávegum höfð ... já, hún gleymdi aldrei því, sem sjómaðurin liafði sagt: að hann kærði sig ekki agnarneitt um hana. Þessi minning um karlmann, sem hún hafði ekki getað heillað, liafði komið inn hjá henni svolítilli minnimáttarkennd ... og hún var í raun og veru leyndardómurinn við hina ómótstæðilegu töfra, sem gerði stúlkuna, sem áður hafði verið þóttafullur milljónaerfingi, að ákaflega geðþekkri manneskju. Eins og flestir vita standa ka- fólskar kirkjur ölluni opnar, en gera þó vissar kröfur til klæða- jurðar fólks, og alveg án tillits til liver maðurinn er. Pyrir uokru ætlaði stuttklædd prins- essa að ganga inn í Péturskirkj- una í Eóna, en var vísað frá vegna klæðaburðarins. En stúlk- an, sem við sjáum á hinni mynd- inni ætlaði einnig í Péturskirkj- una, en var svo liyggin að hafa með sér stórt sjal, sem liún sveip- aði um sig áður en hún kom að dyrunum og gat skoðað kirkjuna ótrufluð. 186 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.