Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 15
„Já, nú skal ég segja yður, hvað við heit- um.“ Hún romsaði upp nöfnunum og tók eftir, að Mimi beindi stóru, bláu augunum sínum á Larry. Bara, að hún færi nú ekki að verða hrifin af Larry, hugsaði Rut. Larry hafði alveg ákveðnar skoðanir á því, hvernig ung stúlka ætti að vera, og Mimmi virtist vera allt það, sem ung stúlka átti ekki að vera -— í augum Larrys. Auk þess tilheyrði Larry svo að segja Agnesi Ivring. Það var þegjandi samkomu- lag milli þeirra, að Agnes ætti að fá sín tæki- færi gagnvart Larry. Og það var reyndar ekki gott, að eiga Agnesi að óvini. Þau settust við borðið undir stóra olíu- lampanum, sem liékk niður úr miðju loftinu. Mimi liafði tekizt að fá sæti við liliðina á Larry. Agnes sat hinum megin við Larry. Mimi horfði á Larry, og Larry talaði við Agnesi. Þau voru að tala um fjallgönguferðir og böfðu tekði fram gönguuppdrættina. Mimi sagði við Larry: „Eg hef aldrei reynt þetta. Þér vilduð víst ekki vera svo vænn að hjálpa mér 1‘ ‘ Það varð svolítil þögn. ímjmdaði stiilkan sér í raun og veru, að Larry — Larry Munro, sem var þekktur fjallgöngumaður — mundi eyða tíma sínum í að kenna henni byrjunar- atriðin í þessari íþrótt? Larry brosti til hennar. „Nú skal ég segja yður eitt. Yið höfum farið í erfiða göngu í dag, og á morgun förum við hægt í sakirn- ar. Þér getið vel orðið okkur samferða, og þá g'etið þér séð, hvort þér kærið vður um það.“ Andlit Mimiar Ijómaði. „Ó, kæra þökk fvr- ir,“ sagði hún. „0g ég hef allt, sem þarf að nota á slíkri göngu.“ Larrv bældi niður bros við tilhugsunina um þann roknaútbúnað, sem hann hafði séð tekinn út úr bílnum, þegar Mimi kom. „Ég held, að þér ættuð ekki að taka neitt af því með á morgun,“ sagði hann vingjarn- lega. „Það getur verið, að þér fáið þörf fvrir það seinna.“ Larry var alltaf svo nærgætinn, sagði ^gnes við sjálfa sig. Það var mjög aðdáunar- vert og allt það, en kjánalegt. Þegar þau væru gift, skyldi hún sjá um, að Larry yrði ekki fyrir óþægindum af þess konar fjarstæðum. Hún stóð snögglega á fætur. „Það er ofsalega heitt hérna inni. Það hlýt- ur að vera lampinn. Við skulum fara í öku- ferð í bílnum þínum, Larry, og fá okkur fersk-i loft, áður en við göngum til náða.“ En það kom ekki í veg fyrir, að Mimmi rétti Larry liöndina og segði: „Þakka yður fyrir, það er ákaflega vingjarnlegt af yður.“ „Hún er mjög indæl stúlka,“ sagði Larry, þegar þau voru skömmu síðar lögð af stað niður að stöðuvatninu. „Ilún er ástfangin af þér upp fyrir bæði eyru,“ svaraði Agnes. Það fór í taugarnar á henni, þegar hún sá, að þessi orð féllu ekki í góðan jarðveg hjá Larry. Ef Mimi Brown hefði ekki verið, hugsaði hún alltaf síðar, hefði Larry beðið hennar þetta tunglskinsbjarta kvöld, er ugl- urnar vældu niðri við vatnið. Næsta morgun lögðu þau af stað um ævin- týraland með perlumóðursilkju yfir sér. Það voru ljósrauðar rákir í þokunni, þar sem sól- argeislarnir smugu í gegnum hana, og silf- urdögg hékk á kóngulóarvefjunum yfir blöð- um og runnum. Það var eins og heimurinn væri nýskapaður. Mimi þrýsti höndunum að brjósti sér. Allt var svo kyrrt, svo ferkst, svo nýtt og dásam- legt, að tár gátu komið í augun á manni. Hún sagði við Larry: „Mér finnst nær því, að ég þori ekki ann- að en hvísla. Það er eins og maður komi inn í kirkju. Maður klökknar.“ Larry leit á hana. „Það er ekkert jafnynd- islegt og morgunsárið,“ sagði hann. Ilann orðaði það þannig, af því að hann var karl- maður, en hann átti við nákvæmlega það sama og Mimi. Það er skemmst af því að segja, að Jim Allen lýsti yfir því, þegar þau voru komin heim og voru að drekka te: „Þessi stúlka verð- ur okkur slæmur fjötur um fót.“ Steven sagði: „Sérstaklega Larry.“ Þau fóru öll að hlæja. Það var með naum- indum, að Mimi hefði getað dragnazt heiin. Hún var orðin uppgefin, áður en hálfur dag- urinn var liðinn. Hún dróst aftur íir og datt um fæturna á sjálfri sér í þungu stígvélun- um, sem hún var óvön. Þau urðu alltaf að vera að bíða eftir henni — og hjálpa henni. Larry sagði: ,Þú hefðir líka vel getað val- ið styttri leið heim, Agnes.“ HEIMILISBLAÐIÐ 191

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.