Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 42

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 42
„Ó, livað þaS er mikill liiti,“ stynur Palli. „Víst er svo/ ‘ viðurkennir Kalli, „en við verðum fyrst að ná áfangastað okkar, áður en við hvílum okkur! ‘ ‘ „Eu bakpokinn minn er svo þungur,“ þrumar Palli. „Það er minn sannarlega líka,“ svarar Kalli, „við liefð- um ekki þurft að taka svona mikið nesti!“ „Veiztu bara, Kalli?“ Palla liefur dottið snjallræði í liug. „Það er heimskulegt að vera að burðast með allan þennan mat, ættum við ekki að borða hann á stund- inni?“ Og svo gæða þeir sér á steiktum kjúklinga- lærum, smurðu brauði, pylsum og ávöxtum og njóta þess vel. „Þá eru pokarnir tómir,“ muldrar Kalli, „við skulum halda áfram. Já, vissulega eru pokarnir tómir, en þeir gleymdu þvi að þeir verða að burðast áfram með matinn —- nefnilega í maganum — og eru nú orðnir of saddir og máttlausir og latir til göngu. Kalli og Palli eru að koma úr borginni og voru að fá sér málningu og pensla. Þeir ætla að mála hjá sér forstofugólfið og það á að verða himinblátt, því að báðum finnst þeim sá litur fallegur. „Við skulum bera vel á, því að þá giidist það lengur/ ‘ segir Palli. „Þú hefur ekkert vit á þessu,“ segir Kalli drýginda- lega, „rétta aðferðin er að bera lítið á, en strjúka vel úr og endurtaka þetta oft og láta málninguna þorna vel á milli umferða. Þá liefjumst við handa!‘ Þeir máluðu gólfið þrisvar og lökkuðu það að lok' um. Og þarna standa baugsanir og dázt að lianda- verkum sínum. En þá er það allt eyðilagt fyrir þeiun þegr pósturinn stingur bréfum inn um bréfarifuna a liurðinni. Þau eru mörg, því það eru mánaðamót og allir mánaðarreikningarnir að koma. „Laun heimsm3 er vanþakklæti," andvarpa Kalli Palli.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.