Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 23
skoðun sína, og starfið á spítalanum væri eigi fyrir kvenmenn, og að engin menntuð kona, sem feugið hafði gott uppeldi, ætti að takast slíkt starf á liendur. Jafnvel elcki Graee systir hafði getað hagg- að ])essari skoðun hans, og þegar þau ræddu um þetta atriði, var hann vanur að slá botn- inn í umræðurnar með því að segja: „Þér eruð bara undantekning og það rask- ar ekki því, sem almennt á sér stað í þessu máli.‘1 „Slíkt svar gerir allar frekari umræður um málið ómögulegar," var Graee systir vön að segja. Þegar hann umgetið haustkvöld ók heim til sín, frá því að heimsækja Ilope James, A’ar hann að hugsa um hina einkennilegu við- burði, sem fyrir hann hefðu komið, frá því að hann klukkan tvö um daginn hafði farið til spítalans, og hann var fremur gramur yfir þeim. Pátt var honum ógeðfelldara en ag ger- ast trúnaðarmaður sjúklinga sinna og kom- ast í náið hluttekningarsamband við þá. Hann vildi einungis vera læknir þeirra, en að öðru leyti ekkert riðinn við lífskjör þeirra, og úr sögu þeirra jafnskjótt og þeir voru orðnir heilbrigðir, eða höfðu lokið hérvistardögum sínum. Þess vegna gramdist honum nú, að hann skyldi liafa orðið til þess að lofa sjúkl- ingi því, að hafa afskipti af lífskjörum ann- ara, og það á þann liátt, að hann hefði tekið að sér ábyrgð á framtíð óþekkts unglings. Honum var fyllilega ljóst, að framvegis hlaut hann að bera umönnun fyrir og haf hafa eftirlit með þessari stúlku. Hann andvarpaði yfir þessum hugleiðing- um sínum og leit út um vagngluggaun; sá hann þá að ekið var gegnum þann hluta borg- arinnar, sem gamall skólabróðir hans bjó í og einhver bezti vinur. Iíann kallaði til vagn- stjórans og bað hann að koma við á tiltekn- um stað. Bg ætla að leita ráða hjá Manders, hugsaði hann. Hann hefur lieilbrigða dóm- greind, og mér er forvitni á að heyra, hvað hann vill ráða mér til að gera, þótt ég viti, að ég verð sjálfur að síðustu að ákveða, hvernig ég haga mér í þessu vandasama máli. Manders var heima og Anderson var þeg- ar vísað inn á starfsstofu lians. Hann hitti þar þennan fræga sáralækni liggjandi endi- langan á legubeklmum með bók milli hand- anna og vindil í munninum. Ánægjan skein út úr andliti hans, að líkindum yfir að fá að hvíla sig dálitla stund, því að maðurinn hafði venjulega mikið að gera. Læknar þessir höfðu verið beztu vinir og samrýmdir á skólaárunum, þótt þeir að eðlis- fari væru næsta ólíkir, en slíkt tryggir oft meira en losar vináttu. Manders þessi var vel hraustur á sál og líkama, en hann var ekki jafneinrænn og- Anderson og lífsskoðun hans var miklu bjartari. „Það er mér óvænt en sönn gleði að fá að sjá þig nú, Miles. Eg hef einmitt hálfrar stundar hvíldartíma. Seztu þarna og talaðu við mig þessa stund.“ „Svo lengi má ég varla tefja. Eg er líka kominn í alvarlegum erindum. Kem til þess að leita ráða hjá þér.“ „Leita ráða hjá mér, nú er eitthvað ekki með felldu. Ég held þíi verðir að fá þér viskí- sopa og sódavatn, svo heilinn í mér vinni reglulega og þú fáir litið með fullri dóm- greind á hlutina.“ Anderson brosti utan við sig og mælti: „Heilann í mér bagar ekki neitt, en mig langar þó til að heyra álit þitt um málefni nokkurt. Ég er kominn í óþægilega klípu, og vil leita ráða hjá þér, hvernig ég eigi að komast úr henni. Þetta kom svo snögglega fyrir mig, að ég áttaði mig ekki á því.“ „Stærstu viðburðir í lífi manna koma ein- att snögglega,“ svaraði sáralæknirinn. „Slík- ir viðburðir vekja öldugang í hinu tilbreyt- ingalausa lífi; mér er vel við þá.“ „Ég hefði gaman af að vita, hvernig þér mundi líka að vera óvænt á svipstundu gerður að nökkurs konar fósturföður átján ára stúlku, sem þér væri sama sem gefin. Ilvernig mundir ])ú taka slíku? Pyrir þessu hef ég orðið, og mér finnst þetta enginn smá- vegis viðburður.“ „Mér mundi líka þetta vel, vinur minn,“ svaraði Manders án umhugsunar. „Ég mundi umsvifalaust giftast ungfrúnni og þar með væri vandræðunum lokið, að minnsta kosti í bráð. Ilann horfði glettnislegu, bláu augun- um á Miles, en hjá honum vöktu þessi orð undrun og ótta. „Giftast henni,“ sagði hann alveg hlessa. „Já, eðlilega, því ekki það, ef hún er heil- brigð, lítur vel út og er af góðu fólki.“ heimilisblaðið 199

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.