Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 26
nauðsynlegt fyrir mig að fá sem mestar upp- lýsingar um ykkur mæðgur, áður en ég tek ákvarðánir um framtíð yðar.“ „Yður er velkomið að spyrja mig um allt sem þér viljið,“ sagði stúlkan ofurlítið undr- andi. „Fyrst móðir mín hefur beðið yður fyrir mig, vil ég gera allt sem þér segið mér. Eg held að móðir mín hafi engar tekjur haft nema þær sem hún vann fyrir. Áður en hún veiktist, veitti hún tilsögn í hljóðfæraslætti og fékk fyrir það svo mildð, að liún átti ofur- lTtinn afgang. Þegar hún veiktist, sagði hún að við yrðum að lifa af því meðan það ent- ist.“ „Á hverju lifðuð þér eftir að móðir yðar fór á spítalann?“ „Móðir mín fékk mér alla þá peninga sem hún átti eftir þegar hún fór, og ég geymdi þá í blikköskju í herbergi mínu, en nú eru þeir búnir, nema fáeinir skildingar, sem ég skulda frú Broolrs fyrir húsaleigu.“ „Og þegar þeir eru búnir, hvernig ætluð- uð þér þá að lifa?“ spurði læknirinn, sem allt í einu langaði til að forvitnast um, hvað hvin mundi hafa tekið fyrir, hefði enginn tekið hana að sér. „Þá mundi ég hafa reynt að fá mér vinnu,“ sagði hún blátt áfram. „Ég hef að vísu ekki lært mikið, af því við vorum svo fátækar, og móðir mín hafði svo lítinn tíma til að kenna mér. Ég hef þó lært að svngja og frú Brooks hefur nokkuð kennt mér að búa til mat. Mér lætur bezt að syngja. En ef til vill gæti ég fengið stöðu sem þjónustustúlka.“ Anderson horfði á litla sakleysislega en grátþrútið andlitið hennar og hann fann til þess og iðraðist þess nú, að hann skyldi nokkru sinni hafa talað höstugt eða kulda- lega til þessa ógæfusama einstæðings. „Ég held ekki að þessi störf, sem þér nefnd- uð, yrðu yður hentug,“ sagði hann vingjarn- lega og mýkri í máli en áður. „Við verðum að reyna að koma yður fyrir í betri stöðu, — og hér getið þér að minnsta kosti ekki verið.“ „Get ég ekki verið hér?“ spurði Hope og liorfði undrunarfullum augum á lækninn. „Ó, — ég kvíði fyrir að þurfa að fara í nýtt leiguhús, þær eru sumar slæmar konurnar, sem standa fyrir þeim og ég lief þekkt nokkr- ar þeirra. Þær eru sumar ekkert gull í skel.“ Vesalings Hope hafði lært að þekkja sumar af þessum forstöðukonum hinna fátæklegri leiguliúsa í Lundúnaborg, því móðir hennar hafði nokkuð oft haft vistaskipti eftir að dóttir hennar fór að bera skynbragð á hlut- ina kringum sig. „Ef yður er það ekki á móti skapi,“ sagði hún, „vil ég helzt vera hérna, þar sem ég er, ef ég get eigi fengið vist þar sem ég get unnið fyrir mér; frú Brooks er að minnsta kosti vingjarnleg og góð við mig, hún er betri en flestar leiguhússforstöðukonur, það er ég nærri viss um.“ „Þér eigið ekki að fara í annað leigukús,“ sagði lælmirinn, og það brá fyrir brosi á hinu alvarlega andliti hans. „Það er eigi ætlun mín að þér eigið ávallt að búa í þessum fá- tækramanna leiguhúsum.“ „Hvar mundi ég þá geta verið ? Þér mun- uð þó aldrei ætla að taka mig heim til yðar,“ sagði hún með barnslegri einfeldni. Það voru hin vingjarnlegu orð læknisins og' brosið, sem Ifope hafði tekið eftir, seni veittu henni hugdirfð til að bera fram þessa spurningu. Naumast hafði liún sleppt orðinu, þegar brosið hvarf af vörum læknisins. ,,Ég get enn ekki sagt yður, hvert þér eigið að flytja,“ sagði hann stuttur í spuna. „Ég þarf að hugsa um þetta nokkra daga, og svo skal ég láta yður vita að hvaða niðurstöðu ég kemst. T bráðina er bezt að þér fáið þessa peninga,“ og hann tók upp pyngju sína og fékk henni eitthvað af peningum. „Þetta ætti að nægja þar til ég tek nánari ákvarðanir.“ „Þakka margsinnis,“ sagði Hope, vand- ræðalegri fyrir það, að hún tók eftir því að læknirinn talaði nú með minni innileik en áður. „Má ég svo ekki vera kyrr hjá fru Brooks?“ „Er það hæðarmark óska yðar og framtíð- arvona að fá að vera hér kyrr ?‘ ‘ spurði lækn- irinn með beiskjubrosi. „Nei, það er það ekki,“ sagði liún hálf- hrædd, „en það er nú svona, að ég þekki frU Brooks, og hún þekkir mig, og ég er svo hrædd við allt nýtt og óþekkt.“ Þannig er því varið fyrir mörgum; þeir hanga fast við það gamla, sem þeir þekkja, einungis af því þeir hafa vanizt því, en eru eins og þessi unga stúlka hræddir við flest 202 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.