Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 28
hefði sag-t þér það fullskýrt, að ég lofaði deyj- andi konu að sjá um stúlkuna, og því eng- inn tími til að leita ráða til annrara, þótt gengið sé fram hjá því, að það er ekki vani minn að ráðfæra mig við aðra um það, sein ég ætla að taka mér fyrir hendur.“ „Það er hverju orði sannara," sagði móðir lians samþykkjandi. „Og í því líkistu hókstaf- lega honum föður þínum. Þú hefur þínar skoðanir um alla hluti og gerir svo ekki ann- að en það sem þér sjálfum gott þykir. En fyrst þú ert ekki vanur, eins og þú segir, að ráðfæra þig við aðra — því kemurðu þá til mín, til þess að leita ráða til að lcomast úr Hípum, sem þú hefur hleypt þér sjálfur í? En hvað það líkist þó karlmönnunum að fara þannig að,“ og svo andvarpaði frúin og hristi höfuðið. Læknirinn, sem gengið hafði fram og aft- ur í herberginu, greip nú með geðshræringu hatt sinn af borðinu og mælti: „Eg er nú kominn að raun um, að það er árangurslaust fyrir mig að tala um mál þetta við þig, og að ég verð sjálfur að ráða fram úr því, þótt ég Satt að segja viti ekki, hvernig ég á að fara að því. En það ættir þú þó að geta skilið, mamma, að þegar ég lofaði að sjá um stúlkuna, hélt ég að hún væri fárra ára garnalt barn.“ „Hvað sem þú hefur haldið, kæri Miles, þú hefur þú liagað þér óviturlega, eða hvað hafðir þú að gera með barn?“ sagði frúin kuldalega. „Það hefði ég getað tekið heim til mín eða komið því fyrir, en það er allt erfiðara með 18 ára stúlku.“ „Kæri Miles, reyndu að venja þig af því að vera svona höstugur í máli við mig,“ kveinaði frúin, „mér hefur mikið versnað í höfðinu síðan þú komst. Tompson læknir hef- ur ávallt varað mig við geðshræringum. Taugar mínar þola þær ekki. Það er nauðsyn- legt fyrir mig að hafa kyrrð og næði, eigi mér að líða sæmilega vel. Svona þras þreytir mig ótrúlega mikið, og þá get ég eltki sofið á nóttunni. Eg finn bezt sjálf hvað mér líð- ur.“ Miles leit glottandi til móður sinnar, sem svo notalega hafði búið um sig í hæginda- stólnum. Hann hafði oft langað til að segja móður sinni, að hún vissi alls ek-ki hvað þreyta væri og það sem hún mest þarfnaðist væri að hafa eitthvað að gera — lifa eigi stöðugt í algeru iðjuleysi. En hann vissi að það var með öllu árangurslaust að tala um slíkt, og því þagði hann nú sem fyrr. „Jæja, þá er bezt að ég fari, mamma, og ónáði þig ekki meira,“ sagði hann vingjarn- lega. „Mér fellur það illa, hafi ég gert þér gramt í geði, en ég leitaði til þín, af því að ég hélt að þú mundir vilja hjálpa mér.“ Síð- ustu orðin sagði hann innilega og næstum með biðjandi hljóðfalli, sem var þó ólíkt lækninum að tala svo, því venjulega var hann öruggur og hafði fullt vald yfir sjálfum sér. — Móðir hans hvorki tók eftir breytingunni á róm hans, né sHldi hve hugklökkur sonur liennar var. Hún hélt áfram sínum leikkonu- brag, lagði augun aftur og var mjög þreytu- leg í öllu látbragði. „Vertu sæll, Miles, þig angrar það líklega einhverntíma, að þú hefur ekki sýnt veslingn- um henni móður þinni meiri nærgætni og umönnun. — En það er nú ekki vert að tala meira um mig, ég vona að þú finnir einhver ráð til þess að losna við stúlkuna. Ef þú vilt fara skynsmalega að ráði þínu, og gefa ráð- um móður þinnar nökkurn gaum, þá giftu þig henni og eldu hana svo upp, að hún verði fyrirmyndar eiginkona.“ Lækninum hnikti við. Þetta var í annað sinn sem honum var ráðlagt að giftast þess- ari einstæðingsstúlku, sem orðin var hans handbendi. Ilann gegndi móður sinni engu, en laut ofan að henni og kyssti hana til málamynda og hraðaði sér svo út meðan síðustu orð henn- ar brutust um í huga hans. „Hann skyldi giftast henni, giftast þessu hálfgerða, óskemmtilega barni, sem hann enga tilfinningu hafði fyrir aðra en meðaumkun blandaða með noklcurs lconar fyrirlitningu. — Það væri þó sannarlega til of mikils mælzt- En þótt honum þætti þessi tillaga bæði heimskuleg og móðgandi fyrir sig, gat hann þó ekki hrundið frá sér umhugsuninni um liana. Manders hafði ráðlagt þetta, af því að það væri eðlilegasti og beinasti vegurinn til þess að sjá stúlkunni farborða og móðir hans Iiafði af svipuðum ástæðum ráðið til hins sama, og þegar tvær manneskjur, jafnólíkar og Manders og móðir hans, liöfðu komizt að 204 HBIMILISBI/ADII)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.